A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1273 - 8. maí 2018

Fundur nr.  1273 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. maí 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), Guðrún E. Þorvaldsdóttir (J) og Jóhann Björn Arngrímsson (E) en Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E) höfðu áður boðað forföll. Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar boðar oddviti að tveir aukafundir sveitarstjórnir fari fram í maí til afgreiðslu ársreiknings 2017, sá fyrri þann 15. maí og sá síðari þann 22. maí. Var það samþykkt samhljóða.

  

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Erindi frá Braga Kristjánssyni lögfræðingi varðandi Lækjartún 23, dagsett 30/4/2018
 2. Erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar varðandi samstarf um rekstur embættis skipulags- og byggingafulltrúa, dagsett 9/4/2018
 3. Erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna kaupa á salernishúsi, dagsett 30/4/2018
 4. Erindi frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar Strandabyggðar, varðar ýmis mál, dagsett 2/5/2018
 5. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna fyrir apríl 2018
 6. Fundargerðir 402. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 19/3/2018
 7. Fundargerðir 403. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/4/2018
 8. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 3/5/2018
 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 3/5/2018
 10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3/5/2018

 

Þá var gengið til dagskrár.

 1. Erindi frá Braga Kristjánssyni lögfræðingi varðandi Lækjartún 23, dagsett 30/4/2018

  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra frekari afgreiðslu þessa erindis.

 2. Erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar varðandi samstarf um rekstur embættis skipulags- og byggingafulltrúa, dagsett 9/4/2018

  Erindi sveitarstjóra Dalabyggðar var lagt undir atkvæði og var því hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu.

 3. Erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna kaupa á salernishúsi, dagsett 30/4/2018

  Sveitarstjórn frestar ákvörðun um viku og óskar eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar um endanlegan kostnað við hús, flutning og uppsetningu auk lokafrágangs.

 4. Erindi frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar Strandabyggðar, varðar ýmis mál, dagsett 2/5/2018

  Varðandi framkvæmdir við höfn: Vegagerðin hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við höfn sem áætlaðar voru 2018. Sveitarfélagið hafði áætlað 5 milljónir til verksins. Sveitarstjórn samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þar sem hætt er við fjárútlát í þetta verk og er fjárhæðin sett inn í sveitarsjóð.

  Varðandi kaup á nýjum bíl í þjónustumiðstöð: Sveitarstjórn samþykkir kaup á nýjum bíl í samræmi við tillögu forstöðumanns þjónustumiðstöðvar. Til að fjármagna kaupin þá samþykkir sveitarstjórn að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og 2.990.000 kr verði teknar úr sveitasjóði til kaupanna.

  Varðandi þriðja liðinn þá frestar sveitarstjórn afgreiðslu hans til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar um kostnað framkvæmda.

 5. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna fyrir apríl 2018

  Lagt fram til kynningar.

 6. Fundargerðir 402. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 19/3/2018

  Lagt fram til kynningar.

 7. Fundargerðir 403. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/4/2018

  Lagt fram til kynningar.
 8. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 3/5/2018

  Lagt fram til samþykktar. Fundargerð samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falin úrvinnsla fundargerðar.
 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 3/5/2018

  Lagt fram til samþykktar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3/5/2018

  Lagt fram til samþykktar.
  Varðandi lið 3 þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vera í samráði við fræðslustjóra varðandi stofnun verkefnahóps.
  Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:50

 

Guðrún E. Þorvaldsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Jóhann Björn Arngrímsson

Jón Gísli Jónsson

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón