A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1270 - 13. febrúar 2018

Fundur nr.  1270 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. febrúar 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Guðrún E. Þorvaldsdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Jón Gísli boðar afbrigði við fundardagskrá og óskar eftir því að undir lið 13. verði fjallað um sölu og frágang skjala vegna Víkurtúns 9. Var það samþykkt. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Erindi frá Jóni Jónssyni vegna Innstrandavegar, dagsett 17/1/2018
 2. Umsókn um styrkveitingu til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum
 3. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna skoðunar á samningum um samstarf sveitarfélaga, dagsett 25/1/2018
 4. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga –samkomulag um uppgjör
 5. Stefnumótun 2016 – 2021, skýrsla Thorp ehf
 6. Skýrsla janúarmánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
 7. Fundargerðir stjórnar BsVest frá 20/12/2017 og 18/1/2018
 8. Fundargerðir stjórnar FV frá 15/12/2017 og 19/1/2018
 9. Fundargerð 400. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 22/1/2018
 10. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 18/1/2018 og 31/1/2018
 11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7/2/2018
 12. Samningur um styrk úr Sóknaráætlun Vestfjarða vegna verkefnisins Undirbúningur hitaveitulagningar á Hólmavík og nágrenni.

Þá var gengið til dagskrár.

 1. Erindi frá Jóni Jónssyni vegna Innstrandavegar, dagsett 17/1/2018
  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að bregðast við ábendingum sem fram koma í bréfi Jóns og senda Vegagerð, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, þingmönnum og ráðherra samgöngumála erindi vegna þessa og jafnframt óska eftir fundum með þessum aðilum.

 2. Umsókn um styrkveitingu til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum
  Afgreiðslu umsóknar vísað til sveitarstjóra til afgreiðslu sbr. 5. gr. reglna Strandabyggðar um styrkveitingu til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum.

 3. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna skoðunar á samningum um samstarf sveitarfélaga, dagsett 25/1/2018
  Sveitarstjóra er falið að svara bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

 4. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga –samkomulag um uppgjör
  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að gera upp skuldbindingar við Brú lífeyrissjóð, alls að fjárhæð 39.892.578 kr. Áætlað er að fjármagna skuldbindinguna með láni frá Lánasjóði Sveitarfélaga.
  Samþykkt samhljóða.

 5. Stefnumótun 2016 – 2021, skýrsla Thorp ehf
  Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar öllum þeim sem komu að stefnumótunarvinnu Strandabyggðar frá 2016 -2021. Margt af þeim góðu ábendingum sem fram koma í skýrslunni hafa orðið að veruleika og unnið hefur verið að öðrum málum.  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að stefnumótunar skýrslan verði leiðandi plagg í vinnu sveitarfélagsins.

 6. Skýrsla janúarmánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
  Skýrsla lögð fram til kynningar

 7. Fundargerðir stjórnar BsVest frá 20/12/2017 og 18/1/2018
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar

 8. Fundargerðir stjórnar FV frá 15/12/2017 og 19/1/2018
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar

 9. Fundargerð 400. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 22/1/2018
  Fundargerð lögð fram til kynningar

 10. Fundargerðir Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 18/1/2018 og 31/1/2018
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar

 11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7/2/2018
  Fundargerð lögð fram til samþykktar.

  Varðand lið 3 Hafnarbraut 17
  Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við bókun umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar s.l.,  að unnin verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022.  Breytingin verði unnin  samkvæmt 2. mgr. 36 greinar skipulagslaga og er á þann veg að nýr reitur, verslunar- og þjónustusvæði, verði skilgreindur fyrir lóðina að Hafnarbraut 17. 
  Samþykkt sérstaklega.

  Varðandi lið 5 Fiskislóð 1. Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við bókun umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar s.l.,  að unnin verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022.  Breytingin verði unnin  samkvæmt 2. mgr. 36 greinar skipulagslaga og er á þann veg að nýr reitur, athafnasvæði, verði skilgreindur fyrir lóðina að Fiskislóð 1. 
  Samþykkt sérstaklega.

  Varðandi lið 7.  Önnur mál
   a.   Borgabraut 37
  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, fyrir frístundabyggð (smáhúsasvæði) við Borgabraut í Strandabyggð samkvæmt uppdrætti byggingarfulltrúa dagsettum 18. desember 2017. Gildandi deiliskipulag sem staðfest var 13. maí 1991 gerir ráð fyrir 9 frístundahúsum (smáhúsum) við Borgabraut og hafa 8 þeirra þegar verið byggð.  Breytingin sem nú er samþykkt gerir ráð fyrir breyttri staðsetningu 9. lóðarinnar.  Ný staðsetning lóðarinnar rúmast innan frístundareits F1 í gildandi aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022. Tillaga að breytingu hefur verið kynnt eigendum annarra frístundhúsa á svæðinu í grenndarkynningu án athugasemda.

 12. Samningur um styrk úr Sóknaráætlun Vestfjarða vegna verkefnisins Undirbúningur hitaveitulagningar á Hólmavík og nágrenni.

  Sveitarfélagið Strandabyggð hefur unnið að frumhönnun og kostnaðaráætlun vegna hitaveituframkvæmda í Strandabyggð. Allt sem unnið hefur verið að til þessa gefur tilefni til bjartsýni og styður við þær væntingar að hitaveita geti orðið að veruleika í sveitarfélaginu.

  Settur hefur verið saman vinnuhópur til að vinna að undirbúningi hitaveituframkvæmda en hann er skipaður eftirfarandi aðilum: Maríu Maack frá Vestfjarðastofu og er hún verkefnastjóri undirbúningsfasa, Ástu Þórisdóttur, Jóni Gísla Jónssyni, Ingimundi Jóhannssyni og Andreu Jónsdóttur.

 13. Víkurtún 9, sala og frágangur skjala.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar felur sveitarstjóra, Andreu K. Jónsdóttur að undirrita og ganga frá skjölum er varða sölu og afsal á fasteigninni Víkurtún 9 á Hólmavík fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:09

 

Guðrún E. Þorvaldsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón