A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1266 - 10. október 2017

Fundur nr.  1266 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. október 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Guðrún E. Þorvaldsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E) sem einnig ritaði fundargerð.

 

Gerð var athugasemd við fundarboð þar sem boðaðir sveitarstjórnarmenn voru Jóhann Björn Arngrímsson og Jóhann Lárus Jónsson en í þeirra stað sátu fundinn Ingibjörg Benediktsdóttir og Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir.

Jón Gísli leitar afbrigða við boðaða dagskrá þannig að liður 11 falli út af fundardagskrá en í þess stað fjalli sveitarstjórn um erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa Árneshrepps, Boga Kristinssyni Magnusen, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu.  Einnig  tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15. ágúst 2017. Er það samþykkt samhljóða.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018
 2. Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, svæðisskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu lagðar fram til kynningar og umsagnar, dagsett 27/9/2017
 3. Tillaga Ísafjarðarbæjar um breytt skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk á Vestfjörðum, lagt fram til kynningar, dagsett 15/9/2017
 4. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
 5. Afgreiðsla viðauka við fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017
 6. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir september
 7. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6/9/2017
 8. Fundargerð Ungmennaráðs frá 5/10/2017
 9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 26/9/2017
 10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 9/10/2017
 11. Erindi frá skipulags og byggingarfulltrúa Árneshrepps, Boga Kristinssyni Magnusen, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu.  Einnig  tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15. ágúst 2017.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 1. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018

  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017 – 2018.

 2. Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, svæðisskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu lagðar fram til kynningar og umsagnar, dagsett 27/9/2017

  Skýrslur lagðar fram til kynningar og umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við svæðisskipulagstillöguna.

 3. Tillaga Ísafjarðarbæjar um breytt skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk á Vestfjörðum, lagt fram til kynningar, dagsett 15/9/2017

  Erindi lagt fram til kynningar.

 4. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

  Er lánið tekið til að  fjármagna viðbyggingu við leikskóla, endurbætur við grunnskóla, framkv. við hitaveitu og lagningu ljósleiðara sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

  Jafnframt er sveitarstjóra, Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 5. Afgreiðsla viðauka við fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017

  a) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til hækkunar á kostnaði við byggingu leikskóla úr kr. 28.000.000 í kr. 40.000.000. Mismunur fjármagnaður með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Breyting á ráðstöfun á láni.

  b) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til lækkunar á kostnaði við lóð og húsmuni leikskóla úr kr. 5.000.000 í kr. 3.000.000. Mismunur kemur til lækkunar á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Breyting á ráðstöfun á láni.

  c) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna viðhalds Grunnskóla lækkað úr kr. 10.000.000 í kr. 2.500.000. Mismunur kemur til lækkunar á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Breyting á ráðstöfun á láni.

  d) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til hækkunar kostnaðar vegna búnaðar við Grunnskóla úr kr. 3.000.000 í 4.500.000. Fjármagnað úr sveitarsjóði.

  e) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017  vegna lækkunar á kostnaði við viðhald félagsheimilis lækkað úr 5.500.000 í kr. 4.300.000 v. stólakaupa. Fjármunir renna til baka í sveitarsjóð.

  f) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017, gatnaframkvæmdir lækkaðar úr 9.000.000 í kr. 6.000.000. Breyting á ráðstöfun á láni.

  g) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017, nýbygging réttar í Skeljavík frestað, lækkun  úr 4.150.000 í kr. 0. Breyting á ráðstöfun á láni.

  h) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017, málun á gluggum í Þróunarsetri frestað, lækkun úr kr. 500.000 í kr. 0. Fjármunir renna til baka í sveitarsjóð.

  i) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna tjaldsvæðis, steypuvinnu vegna útigrilla frestað, lækkun á kostnaði úr 2.650.000 í 2.050.000. Fjármunir renna til baka í sveitarsjóð.

  j) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna Víkurtúns 9, hætt við kaup á  eldhúsinnréttingu, lækkun úr kr. 1.500.000 í kr. 0. Fjármunir renna til baka í sveitarsjóð.

  k) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að Víkurtún 9 verði auglýst til sölu.

  l) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna Veitustofnunar Strandabyggðar, lækkun kostnaðar úr 20.000.000 í kr. 12.000.000. Breyting á ráðstöfun á láni.

 6. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir september.

  Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir athugasemd við að ekki er skýrsla frá Slökkviliðsstjóra.

 7. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6/9/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 8. Fundargerð Ungmennaráðs frá 5/10/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

 9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 26/9/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

 10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 9/10/2017

  Fundargerð lög fram til samþykktar. Varðandi lið 6 a samþykkir sveitarstjórn að veita Jóhönnu Rósmundsdóttur námsleyfi í lotum enda samræmist umsóknin reglum sveitarfélagsins um námsleyfi. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 11. Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa Árneshrepps, Boga Kristinssyni Magnusen, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu.  Einnig  tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15. ágúst 2017.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemd við breytingar á aðal- og deiliskipulagi Árneshrepps.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:24

 

Ásta Þórisdóttir

Guðrún E. Þorvaldsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón