A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1260 - 9. maí 2017

Fundur nr.  1260 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. maí 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli óskar eftir því að afbrigði verði gert við fundardagskrá, liður númer 12 fjalli um afsal á forkaupsrétti á Triton ST 100. Samþykkt samhljóða.

 

Gerð er athugasemd við að fundargerð Fræðslunefndar er frá 8. maí en ekki 5. apríl eins og fram kemur í fundarboði.

Einnig er gerð athugasemd við fundarboð þar sem fundardagur var sagður miðvikurdagur 9. maí en á með réttu að vera þriðjudagur 9. maí.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2016 lagður fram til fyrri umræðu.
 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi aðild Strandabyggðar að svæðisskipulagi Vestfjarða, dagsett 21/4/2017
 3. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum, dagsett 26/4/2017
 4. Erindi frá Vodafone vegna uppbyggingar fjarskiptainnviða, dagsett 5/4/2017
 5. Ályktun frá Sauðfjárræktarfélagi Reykhólahrepps varðandi útburð á æti til refaveiða að vetri, dagsett 29/3/2017 og stuðningsyfirlýsing frá Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar, Reykhóla-, Kaldrananes- og Árneshreppa, ódagsett en með vísun í áðurnefnda ályktun
 6. Fundargerð 103. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 24/4/2017
 7. Fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 28/4/2017
 8. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir apríl
 9. Erindi frá Veraldarvinum varðandi hreinsun á strandlengju í Strandabyggð sumarið 2017
 10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar frá 8/5/2017
 11. Fundargerð Fræðslunefndar frá 8/5/2017
 12. Afsal á forkaupsrétti vegna Triton ST 100.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2016 lagður fram til fyrri umræðu.

  Kristján Jónasson kemur til fundar kl. 16:10

  Kristján Jónasson frá KPMG og endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning 2016 ásamt skýringum með honum og svaraði spurningum sveitarstjórnarmanna.

  Ársreikningi fyrir árið 2016 er vísað til síðari umræðu.

  Kristján víkur af fundi kl.17:29

 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi aðild Strandabyggðar að svæðisskipulagi Vestfjarða, dagsett 21/4/2017

  Sveitarstjórn Strandabyggðar mun ekki taka þátt í gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði enda er nú þegar unnið að sameiginlegu svæðisskipulagi fyrir Strandabyggð, Dalabyggð og Reykhólahrepp.

 3. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum, dagsett 26/4/2017

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fyrirlagða framkvæmdaáætlun vegna umhverfisvottunar Vestfjarða.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir sameiginleg stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.

 4. Erindi frá Vodafone vegna uppbyggingar fjarskiptainnviða, dagsett 5/4/2017

  Erindi lagt fram til kynningar.

 5. Ályktun frá Sauðfjárræktarfélagi Reykhólahrepps varðandi útburð á æti til refaveiða að vetri, dagsett 29/3/2017 og stuðningsyfirlýsing frá Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar, Reykhóla-, Kaldrananes- og Árneshreppa, ódagsett en með vísun í áðurnefnda ályktun

  Sveitarstjórn Strandabyggðar felur Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd að fjalla um málið og fara yfir reglur um refaveiðar og útburð ætis til refaveiða.

 6. Fundargerð 103. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 24/4/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 7. Fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 28/4/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 8. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir apríl

  Skýrsla lögð fram til kynningar.

 9. Erindi frá Veraldarvinum varðandi hreinsun á strandlengju í Strandabyggð sumarið 2017

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að taka þátt í verkefninu.

 10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 8/5/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar.
  Varðandi lið tvö þá hafnar sveitarstjórn styrkumsókn vegna Tallinferðar tómstundafulltrúa.
  Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 11. Fundargerð Fræðslunefndar frá 5/4/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 12. Afsal á forkaupsrétti á Triton St 100.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar hyggst ekki nota forkaupsrétt vegna sölu á Triton St 100.

 

Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar Strandabyggðar verði haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:35

 

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón