A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1232 - 10. mars 2015

Fundur nr.  1232 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. mars 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Ásta Þórisdóttir (J) og Haraldur V. A. Jónsson (F) boðuðu förföll. Fundinn sátu því Ingibjörg Benediktsdóttir (E), Ingibjörg Emilsdóttir (J), Jóhann Lárus Jónsson (J), Jón Gísli Jónsson (J) og  Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (F).  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Eftirtaldir styrktar- og samstarfssamningar lagðir fram:
  a) Samningur um skólamáltíðir – drög til umræðu
  b) Samningur um Upplýsingamiðstöð Strandabyggðar – drög til umræðu
  c) Samningur um sláttur og hirðingu gróðursvæða – drög til umræðu
  d)Samningur við Sauðfjársetur á Ströndum – til samþykktar

 2. Erindi frá Bridsfélagi Hólmavíkur, ósk um styrk vegna firmakeppni félagsins árið 2015, dagsett 9/2/2015

 3. Erindi frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, samþykkt stjórnarfundar BsVest frá 23/02/2015

 4. Bréf frá Skipulagsstofnun til umfjöllunar í sveitarstjórn; Deiliskipulag fyri íþrótta- og þjónustusvæði við Jakobínutún, dagsett 12/02/2015

 5. Tilboð frá Thorp ehf um stefnumótandi vinnudag sveitarstjórnar, dagsett 09/02/2015

 6. Til boð frá NAVE í tengslum við kröfugerð Óbyggðanefndar; Landamerki í fyrrum Broddaneshreppi í Strandabyggð, dagsett 10/02/2015

 7. Fundargerð Heilbrigðsisnefndar Vestfjarða frá 20/02/2015

 8. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 27/10/2014

   

   Þá var gengið til dagskrár. 

 1. Eftirtaldir styrktar- og samstarfssamningar lagðir fram:

  a) Samningur um skólamáltíðir – drög til umræðu

  Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir að fela sveitarstjóra að framlengja samning um skólamáltíðir við Café Riis um tvö ár eða til 15. júní 2017. Ingibjörg Benediktsdóttir  og  Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir greiða atkvæði á móti.

  b) Samningur um Upplýsingamiðstöð Strandabyggðar – drög til umræðu

  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að framlengja saming um rekstur upplýsingamiðstöðvar um tvö ár eða til 31. desember 2017.

  c) Samningur um sláttur og hirðingu gróðursvæða – drög til umræðu

  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að framlengja saming i um slátt og hirðingu gróðursvæða í Strandabyggð um tvö ár eða út árið 2016.

  d) Samningur við Sauðfjársetur á Ströndum – til samþykktar

  Ingibjörg Benediktsdóttir vill að eftirfandi sé bókað:
  „Bókun varðandi lið 1 d.
  Á fundi sveitarstjórnar þann 21. október 2014 fór fram fyrri umræða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 Þá fór fram umræða um styrktarsamninga við félagasamtök og ákveðin var 3,5% hækkun á öllum samningum sem lágu fyrir. Á fundi 1. desember fór fram seinni umræða fjárhagsáætlunar og samningarnir sem um ræðir einnig til umræðu. Jón Gísli Jónsson og Haraldur Jónsson viku af fundi þegar samningur Sauðfjársetursins var ræddur og komu varamenn í þeirra stað. Þá fór ekki fram atkvæðagreiðsla vegna samningana en umræða fór af stað að frumkvæði sveitarstýru um hvort ætti að hækka styrk til Sauðfjársetursins. Talið var að 3,5% hækkun væri í gildi og gengið var út frá því.

  Á fundi 14. Janúar 2015 voru samningarnir á dagskrá til samþykktar og gerði ég þá athugasemd við að samningur við Sauðfjársetur hafði hækkað þó nokkuð yfir 3,5% og samningur við Golfklúbb Hólmavíkur hafði lækkað frá upphaflegum áætlunum. Aðrir sveitarstjórnarmenn sem sátu umræðu um samninga þann 1. desember minntust ekki að hafa samþykkt slíka hækkun eða lækkun. Þar af leiðandi samþykki ég ekki samning við Sauðfjársetur og minni á mikilvægi ítarlegra fundargerða. ​„

  Meiri hluti sveitarstjórnar kannast ekki við að við gerð fjárhagsáætlunar hafi verið samþykkt um að allir styrktarsamningar hækki um 3,5% og leggur til að fyrirliggjandi samningur sé samþykktur.

  Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samning en Ingibjörg Benediktsdóttir og  Sigríður Guðbjörg  Jónsdóttir greiða atkvæði á móti.

 2. Erindi frá Bridsfélagi Hólmavíkur, ósk um styrk vegna firmakeppni félagsins árið 2015, dagsett 9/2/2015

  Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bridsfélagið um 45.000 kr. árið 2015.

 3. Erindi frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, samþykkt stjórnarfundar BsVest frá 23/02/2015

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tillögu Byggðasamlags Vestfjarða að óska eftir viðræðum við Velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki  fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga og tryggi þá þjónustu sem fatlaðir íbúar hafa rétt á.

 4. Bréf frá Skipulagsstofnun til umfjöllunar í sveitarstjórn; Deiliskipulag fyrir íþrótta- og þjónustusvæði við Jakobínutún, dagsett 12/02/2015

  Með hliðsjón af bréfi Skipulagsstofnunar felur sveitarstjórn Umhverfis- og skipulagsnefnd að hefja vinnu við endurskoðun á  Aðalskipulagi í Strandabyggð.
  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 5. Tilboð frá Thorp ehf um stefnumótandi vinnudag sveitarstjórnar, dagsett 09/02/2015

  Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar Thorp ehf fyrir gott boð og samþykkir að halda stefnumótandi vinnudag sveitarstjórnar.

 6. Til boð frá NAVE í tengslum við kröfugerð Óbyggðanefndar; Landamerki í fyrrum Broddaneshreppi í Strandabyggð, dagsett 10/02/2015

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði Náttúrustofu Vestfjarða um hnitsetningu á landamerkjum í Broddaneshreppi hinum forna í Strandabyggð.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2015 til að standa straum af kostnaði við ofangreint tilboð að fjárhæð 343.200 kr. og að fjármunir verði teknir af eigin fé sveitarfélagsins.

 7. Fundargerð Heilbrigðsisnefndar Vestfjarða frá 20/02/2015

  Fundargerð Heilbrigðsisnefndar Vestfjarða lögð fram til kynningar.

 8. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 27/10/2014

  Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar lögð fram til samþykktar og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


  Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:27

 

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jóhann Lárus Jónsson                           

Jón Gísli Jónsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

                                                                                                                  

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón