A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1220 - 15. apríl 2014

Fundur nr.  1220 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 15. apríl  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorsteinn Paul Newton.  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Samkomulag um kaup og útgáfu á Byggðasögu Stranda, dagsett 12/03/2014
 2. Umsókn til Byggðastofnunar um þátttöku í verkefninu Framtíð fyrir brothættar byggðir
 3. Erindi frá Barböru Ósk Guðbjartsdóttur varðandi húsnæðisúrræði fyrir fólk með fötlun, dagsett 09/03/2014
 4. Erindi frá Sigrúnu Magnúsdóttir, ósk um lækkun sorphirðugjaldisog hreinsun rotþróar, dagsett 25/03/2014
 5. Erindi frá Samorku, boð um aðild að samtökunum, dagsett 01/04/2014
 6. Fundargerð verkefnahóps BsVest frá 12/3/2014
 7. Fundargerð Fræðslunefndar frá 14/04/2014
 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20/03/2014

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Samkomulag um kaup og útgáfu á Byggðasögu Stranda, dagsett 12/03/2014

  Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi en Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorsteinn Paul Newton taka sæti í þeirra stað.

  Minnisblað af fundi sem haldinn var 12/03/2014 með fulltrúum sveitarfélaganna fjögurra, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra vegna Byggðasögu Stranda var kynnt og lagt fyrir sveitarstjórnarfund til ákvörðunar en þar er lagt til að  keypt verði óútgefið ritverk um byggðasögu Stranda og unnið verði að útgáfu verksins.

  Andrea reifaði stöðu málsins.

  Ingibjörg lagði fram eftirfarandi tillögu:
  Tillaga, Hólmavík 15. 04. 2014. Vegna máls nr. 1 á sveitarstjórnarfundi nr 1220 um samkomulag um kaup og útgáfu á Byggðasögu Stranda. Ég legg til að haldinn verði borgarafundur samkvæmt 105. gr sveitarstjórnarlaga og þar verði íbúum kynnt hvernig mál standa um Byggðasögu Stranda. Í kjölfarið verði íbúakosning, samkvæmt 107. gr sveitarstjórnalaga, um málið.

  Tillagan var felld með 3 atkvæðum á móti 2. Ingibjörg Benediktsdóttir vill að það komi fram að hún greiddi atkvæði með tillögunni.

  Málið í heild sinni var borið undir atkvæði og var samþykkt með 3 atkvæðum gegn tveimur. Ingibjörg Benediktsdóttir vill að það komi fram að hún greiddi atkvæði á móti.

  Ingibjörg og Þorsteinn víkja af fundi og Jón Gísli og Jón taka aftur sæti sín á fundinum.
 2. Umsókn til Byggðastofnunar um þátttöku í verkefninu Framtíð fyrir brothættar byggðir

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að sótt verði um þátttöku í verkefninu Framtíð fyrir brothættar byggðir. Sveitarstjóra falið að vinna að umsókn fyrir 15. maí.
 3. Erindi frá Barböru Ósk Guðbjartsdóttur varðandi húsnæðisúrræði fyrir fólk með fötlun, dagsett 09/03/2014

  Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa því til Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps.
 4. Erindi frá Sigrúnu Magnúsdóttir, ósk um lækkun sorphirðugjaldisog hreinsun rotþróar, dagsett 25/03/2014

  Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindinu.

  Bryndís Sveinsdóttir kemur aftur á fund.
 5. Erindi frá Samorku, boð um aðild að samtökunum, dagsett 01/04/2014

  Sveitarstjórn Strandabyggðar frestar ákvörðun um aðild og þiggur boð um kynningarfund um starfsemi samtakanna.
 6. Fundargerð verkefnahóps BsVest frá 12/3/2014

  Fundargerð verkefnahóps BsVest lögð fram til kynningar.
 7. Fundargerð Fræðslunefndar frá 14/04/2014

  Varðandi lið 2 þá tekur Sveitarstjórn Strandabyggðar undir þakkir Fræðslunefndar til  Sigrúnar Ásgeirsdóttur og býður Ölmu Benjamínsdóttur velkomna til starfa á nýjan leik.

  Varðandi lið 6 þá tekur Sveitarstjórn Strandabyggðar eindregið undir stuðningsyfirlýsingu Fræðslunefndar  við stjórnendur Grunnskóla Hólmavíkur sem og allt starfsfólk skólans.  Sveitarstjórn samþykkir að leita til Guðjóns Ólafssonar til að vinna að skólamálum í Strandabyggð.

  Fundargerð samþykkt í heild sinni.
 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20/03/2014

  Varðandi lið 2 er ósk um afturvirkar breytingar á gjöldum hafnað.

  Fundargerð samþykkt að öðru leiti.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:44

 

Jón Gísli Jónsson                                                                   
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                       
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson                                                          
Ingibjörg Benediktsdóttir

Þorsteinn Paul Newton

     

15. apríl 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón