A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1214 - 12. nóvember 2013

Sveitarstjórnarfundur 1214 í Strandabyggð

 

Fundur nr.  1214 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. nóvember  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir.   Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundar og gerir að tillögu sinni að liður 9 verði kaup á bakkmyndavél á skólabíl og liður 10 verði  kaup á hesthúsbragga í Skeljavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2014, fyrri umræða
  2. Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur, móttekið 07/11/2013
  3. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014, dagsett 16/10/2013
  4. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttu, ósk um laun í námslotu, dagsett 03/10/2013
  5. Bréf frá Hólmadrangi vegna framtíðar rækjuveiða og vinnslu við Ísland, dagsett 28/10/2013
  6. Bréf og ályktanir samþykktar á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldið var 11. og 12 október 2013, dagsett 17/10/2013
  7. Undirbúningur lántöku vegna kaupa á íbúð við Miðtún 17
  8. Fundargerð Velferðarnefndar frá 09/10/2013
  9. Erindi frá skólastjóra  um kaup  á bakkmyndavél á skólarútu, dagsett 11/11/2013
  10. Kaup á fasteign í Skeljavík, erindi frá Hestaeigendafélagi Hólmavíkur, dagsett 27/10/2013

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2014, fyrri umræða

    Salbjörg Engilbertsdóttir kemur á fundinn til að varpa ljósi á og svara spurningum um fjárhagsáætlun 2014.
    Fjárhagsáætlun fyrir 2014 er vísað til annarar umræðu.
    Salbjörgu er þakkað fyrir greinargóð svör og víkur hún af fundi.
  2. Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur, móttekið 07/11/2013

    Sveitarstjórn samþykkir að veita Golfklúbbi Hólmavíkur styrk að fjárhæð kr. 250.000 árið 2013.
  3. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014, dagsett 16/10/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2013/2014.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 665/2013:
    - Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
    - Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2012/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 665/2013:
    - Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 665/2013 verði felld niður.
    - Fallið verði frá skilyrði um tvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað samkvæmt 6. gr. reglugerðar.
  4. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttu, ósk um laun í námslotu, dagsett 03/10/2013

    Erindi er frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna hjá umsækjanda með vísan í reglur um launuð námsleyfi.
  5. Bréf frá Hólmadrangi vegna framtíðar rækjuveiða og vinnslu við Ísland, dagsett 28/10/2013

    Starfsemi Hólmadrangs skipar afar mikilvægan sess í atvinnulífi Strandabyggðar. Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við sjónarmið fyrirtækisins varðandi starfsumhverfi rækjuiðnaðar á Íslandi, eins og því er lýst í bréfi sem Hólmadrangur sendi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þann 28. október 2013.

    Sveitarstjóra er falið að senda bréf til ráðherra máli þessu til stuðnings.
  6. Bréf og ályktanir samþykktar á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldið var 11. og 12 október 2013, dagsett 17/10/2013

    Erindi lagt fram til kynningar.
  7. Undirbúningur lántöku vegna kaupa á íbúð við Miðtún 17

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Sparisjóði Strandamanna að fjárhæð 20.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Jafnframt er Andreu Kristínu Jónsdóttur, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita veðskuldabréf við Sparisjóð Strandamanna  sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
  8. Fundargerð Velferðarnefndar frá 09/10/2013

    Fundargerð samþykkt samhljóða.
  9. Erindi frá skólastjóra  um kaup  á bakkmyndavél á skólarútu, dagsett 11/11/2013

    Sveitarstjórn  samþykkir að  kaupa bakkmyndavél á skólarútu.
  10. Kaup á fasteign í Skeljavík, erindi frá Hestaeigendafélagi Hólmavíkur, dagsett 27/10/2013

    Sveitarstjórn staðfestir kaup á fasteign í Skeljavík og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupunum.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:59

 

Jón Gísli Jónsson     
Jón Jónsson                                                                

Ásta Þórisdóttir  
Bryndís Sveinsdóttir                                                                     

Viðar Guðmundsson

  

 

12. nóvember 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón