A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1210 - 25. júní 2013

Fundur nr. 1210 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. júní 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti og Viðar Guðmundsson, Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Undirbúningur lántöku vegna kaupa á íbúð að Miðtúni 17 á Hólmavík
2. Undirbúningur lántöku vegna gatnaframkvæmda á Hólmavík
3. Erindi frá Leikskólanum Lækjarbrekku, beiðni um kaup á iPad spjaldtölvum við sérkennslu, dagsett 20/06/2013
4. Erindi frá Sýslumanninum á Hólmavík, beiðni um umsögn sveitarstjórnar um rekstrarleyfi vegna veitingasölu í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, dagsett 22/05/2013
5. Erindi frá Fjórðungsssambandi Vestfirðinga, skipan fulltrúa í skipulagshóp nýtingaráætlunar strandsvæðis við Ísafjarðardjúp, dagsett 12/06/2013
6. Erindi frá Engilberti S Ingvarssyni varðandi minnismerki um Stefán frá Hvítadal, dagsett 03/06/2013
7. Erindi frá Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, úrsögn úr nefndum, dagsett 30/05/2013
8. Fundargerð stjórnar NAVE frá 23/04/2013
9. Ársskýrsla félagsþjónustu Stranda og Reykhólarepps
10. Fundargerð Velferðarnefndar
11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar


Þá var gengið til dagskrár.

Undirbúningur lántöku vegna kaupa á íbúð að Miðtúni 17 á Hólmavík


 1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Kaup á íbúð við Miðtún 17
  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kaupa á íbúð við Miðtún 17.
  Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 9/10/2012 að festa kaup á húsnæðinu að Miðtúni 17 og með því vill hún stuðla að fjölgun íbúða í Strandabyggð en viðvarandi skortur hefur verið á húsnæði í sveitarfélaginu um árabil.
  Áætlað kaupverð er 18,5 milljónir.
  Til að fjármagna framkvæmdirnar verður verður tekið skammtímalán hjá Arionbanka sem síðar verður endurfjármagnað með láni frá Íbúðarlánasjóði þegar þau fara af stað aftur (beðið er eftir reglugerð).
   
 2. Undirbúningur lántöku vegna gatnaframkvæmda á Hólmavík

  Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - vegna gatnaframkvæmda
  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 til að hefja undirbúning og undirvinnu vegna malbikunar gatna á Hólmavík. Unnin hafa verið drög að kostnaðaráætlun af Tækniþjónustu Vestfjarða.
  Heildarframkvæmdir vegna allra gatna eru kostnaðarsamar og er það val sveitarstjórnar að skipta verkinu niður í smærri einingar. Sumarið 2013 verður hafin undirbúningsvinna við göturnar Borgabraut annarsvegar og nýja hluta Miðtúns hinsvegar.
  Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við þessar tvær götur er 85,3 milljónir króna en rúmlega helming þeirrar fjárhæðar þarf til að hefja undirbúning og undirvinnu í sumar eða 45 milljónir.
  Til að fjármagna framkvæmdirnar verður sótt um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga auk þess sem B - gatnagerðagjöld verða innheimt þar sem við á.
   
 3. Erindi frá Leikskólanum Lækjarbrekku, beiðni um kaup á iPad spjaldtölvum við sérkennslu, dagsett 20/06/2013

  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með forsvarsmanni Leikskólans Lækjarbrekku.
   
 4. Erindi frá Sýslumanninum á Hólmavík, beiðni um umsögn sveitarstjórnar um rekstrarleyfi vegna veitingasölu í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, dagsett 22/05/2013

  Sveitarfélagið samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarleyfi verði gefið út og staðfestir að fyrirhugaður afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
   
 5. Erindi frá Fjórðungsssambandi Vestfirðinga, skipan fulltrúa í skipulagshóp nýtingaráætlunar strandsvæðis við Ísafjarðardjúp, dagsett 12/06/2013

  Sveitarstjórn Strandabyggðar skipar Hafdísi Sturlaugsdóttur og Jón Gísla Jónsson sem aðalfulltrúa og Viðar Guðmundsson til vara.
   
 6. Erindi frá Engilberti S Ingvarssyni varðandi minnismerki um Stefán frá Hvítadal, dagsett 03/06/2013

  Sveitarstjórn þakkar Engilberti fyrir erindið. Í stað þess að færa minnismerkið leggur sveitarstjórn til að aðgengi að núverandi staðsetningu minnismerkisins verði bætt og merkingar bættar.
   
 7. Erindi frá Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, úrsögn úr nefndum, dagsett 30/05/2013

  Sveitarstjórn samþykkir erindi Rúnu Stínu og þakkar henni vel unnin störf. Skipun á nýjum fulltrúum er frestað til næsta fundar.
   
 8. Fundargerð stjórnar NAVE frá 23/04/2013

  Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
 9. Ársskýrsla félagsþjónustu Stranda og Reykhólarepps

  Ársskýrsla félagsjónustu Stranda og Reykhólahrepps lögð fram til kynningar.
   
 10. Fundargerð Velferðarnefndar

  Fundargerð Velferðarnefndar lögð fram til kynningar.
   
 11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar

  Sveitarstjórn samþykkir fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:35


Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 


25. júní 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón