A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1207 - 16. apríl 2013

Fundur nr. 1207 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 16. apríl 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.


Oddviti leitar afbrigða við boðaða dagskrá og leggur til að erindi nr. 15 verði tekið inn á dagskrá, erindi til sveitarstjórnar vegna skólahúsnæðis í leik- og grunnskólum bæjarins, erindi frá Viðari Guðmundssyni.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2. Greinargerð tómstundafulltrúa um frístundamiðstöð í Strandabyggð
3. Erindi frá tómstundafulltrúa Strandabyggðar vegna framhaldsdeildar á Hólmavík, dagsett 08/04/2013
4. Erindi frá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, úrsögn úr velferðarnefnd og áfallateymi, dagsett 08/04/2013
5. Tillaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um bókun vegna samþykktar kjörskrár og meðferðar athugasemda fyrir Alþingiskosningar þann 27. apríl, dagsett 08/04/2013
6. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dagsett 19/03/2013
7. Styrkbeiðni frá Bridsfélagi Hólmavíkur, dagsett 11/02/2013
8. Erindi frá Búnaðarfélagi Bæjarhrepps og Bitru vegna viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga, dagsett 20/03/2013
9. Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
10. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða og Byggðasamlags Vestjarða,
11. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða
12. Fundargerð frá Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd
13. Fundargerð Velferðarnefndar
14. Fundargerð Umhverfis-, og skipulagsnefndar
15. Erindi til sveitarstjórnar frá Viðari Guðmundssyni vegna vegna skólahúsnæðis í leik- og grunnskólum bæjarins.

Þá var gengið til dagskrár.
 

1. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi. Allar umsóknirnar eru samþykktar. Bryndís kemur aftur á fund.

2. Greinargerð tómstundafulltrúa um frístundamiðstöð í Strandabyggð

Skýrsla tómstundafulltrúa lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að kanna frekar með mögulegt húsnæði undir frístundamiðstö á Hólmavík.


3. Erindi frá tómstundafulltrúa Strandabyggðar vegna framhaldsdeildar á Hólmavík, dagsett 08/04/2013

Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögur tómstundafulltrúa og felur sveitarstjóra að útfæra þær nánar í samvinnu við viðkomandi stofnanir bæjarins.

4. Erindi frá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, úrsögn úr velferðarnefnd og áfallateymi, dagsett 08/04/2013

Sveitarstjórn móttekur úrsagnir Arnars Snæbergs Jónssonar úr velferðarnefnd Strandabyggðar og áfallateymi og þakkar honum um leið fyrir samstarfið á þessum vettvangi.

Viðar Guðmundsson er skipaður aðalmaður í áfallateymi í stað Arnars Jónssonar og Andrea K. Jónsdóttir er skipuð sem varamaður í stað Hildar Guðjónsdóttur. Jón Gísli Jónsson er skipaður sem annar varamaður í Velferðarnefnd.

5. Tillaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um bókun vegna samþykktar kjörskrár og meðferðar athugasemda fyrir Alþingiskosningar þann 27. apríl, dagsett 08/04/2013

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

6. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dagsett 19/03/2013

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Dagrenningu um 400.000 árið 2013.

7. Styrkbeiðni frá Bridsfélagi Hólmavíkur, dagsett 11/02/2013

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í Firmakeppni Bridgefélags Hólmavíkur og styrkja félagið um 30.000 af því tilefni.

8. Erindi frá Búnaðarfélagi Bæjarhrepps og Bitru vegna viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga, dagsett 20/03/2013

Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur eindregið undir erindið og krefst þess að stjórnvöld tryggi nægilegt fjármagn til viðhalds sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu.

Sveitarstjóra Strandabyggðar er falið að senda mótmæli til Matvælastofnunar, Atvinnuvegaráðuneytis og þingmanna kjördæmisins.

9. Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði

Ályktun lögð fram til kynningar.

10. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða og Byggðasamlags Vestjarða

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

11. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. Fundargerð frá Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd

Dagskrárliður 1 er samþykktur samhljóða. Fundargerð samþykkt að öðru leiti.

13. Fundargerð Velferðarnefndar

Lið þessum er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

14. Fundargerð Umhverfis-, og skipulagsnefndar

Dagskrárliðir 1, 2, 3 og 5 eru samþykktir sérstaklega og fundargerð samþykkt að öðru leiti.

15. Erindi til sveitarstjórnar frá Viðari Guðmundssyni vegna vegna skólahúsnæðis í leik- og grunnskólum bæjarins.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að hefja undirbúning að viðbyggingu við Leikskólann Lækjarbrekku. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fara í viðhaldsátak á húsnæði grunnskólans.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:38.

Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

16. apríl 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón