A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1201 - 9. októrber 2012

Fundur nr. 1201 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 09. október 2012 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Jón Gísli leitað afbrigða við boðaða dagskrá og var það samþykkt sem liður 13 og varðar undirskriftalista frá nemendum við Gunnskólann á Hólmavík.

Dagskrá:
1. Minnisblað frá fundi sveitarstjórnar með Hornsteinum vegna nýsmíði þriggja íbúða húsnæðis við Miðtún 15 - 19 á Hólmavík, dagsett 24/09/2012
2. Erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, um málefni Open Street Map, dagsett 06/09/2012
3. Erindi frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, styrkbeiðni vegna forvarnardagsins 24. október, dagsett 10/09/2012
4. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, styrkbeiðni fyrir árið 2012, dagsett 14/09/2012
5. Erindi frá Veraldarvinum, varðar starf sjálfboðaliða í verðug verkefni árið 2013, dagsett 17/09/2012
6. Erindi frá sveitarstjóra, varðar tilboð í skjalastjórnun í Strandabyggð og tengd málefni, dagsett 20/09/2012
7. Erindi frá Sveini Ragnarssyni og Höllu Steinólfsdóttur, varðar sameiginlegan menningar og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps, dagsett 20/09/2012
8. Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, lagður fram undirskriftalisti þar sem óskað er eftir því að íþróttahúsið á Hólmavík verði opið á laugardögum frá 11:00 - 18:00, dagsett 02/10/2012
9. Erindi frá Siglingastofnun, niðurrif á hluta af gömlum ferjubryggjum við Melgraseyri og Arngerðareyri, dagsett 17/09/2012
10. Erindi frá Halldóri Halldórssyni á Hrófbergi, varðar grenjavinnslu, dagsett 01/12/2012
11. Erindi frá Thorp ehf - Þorgeiri Pálssyni, varðar vandamál vegna lélegs hraða í tölvusamskiptum með núverandi símstöð, dagsett 04/10/2012
12. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar.


Þá var gengið til dagskrár.

1. Minnisblað frá fundi sveitarstjórnar með Hornsteinum vegna nýsmíði þriggja íbúða húsnæðis við Miðtún 15 - 19 á Hólmavík, dagsett 24/09/2012


Jón Gísli og Jón Jónsson lýsa sig vanhæfa til að fjalla um málið og víkja af fundi. Sverrir Guðbrandsson, varamaður tekur sæti á fundinum.


Sveitarstjórn staðfestir ákvörðum frá fundi 24/09/2012 um að kaupa íbúð við Miðtún 15 - 19 (minnstu íbúð/miðbil) sbr. minnisblað frá umræddum fundi.


Sverrir víkur af fundi og Jón Gísli og Jón taka sæti sín á fundi á ný.


2. Erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, um málefni Open Street Map, dagsett 06/09/2012


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita umbeðnar upplýsingar eftir því sem mögulegt er án tilkostnaðar.


3. Erindi frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, styrkbeiðni vegna forvarnardagsins 24. október, dagsett 10/09/2012


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um 20.000 kr.


4. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, styrkbeiðni fyrir árið 2012, dagsett 14/09/2012


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Bjrörgunarsveitarinnar Dagrenningar og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 350.000 fyrir árið 2012 að því gefnu að ársreikningi verði skilað. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á því að gera styrktarsamning til þriggja ára við björgunarsveitina og óskar eftir viðræðum við félagið.


5. Erindi frá Veraldarvinum, varðar starf sjálfboðaliða í verðug verkefni árið 2013, dagsett 17/09/2012


Erindi lagt fram til kynningar.


6. Erindi frá sveitarstjóra, varðar tilboð í skjalastjórnun í Strandabyggð og tengd málefni, dagsett 20/09/2012


Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í að gera úttekt á skjalastjórnun í Strandabyggð skv. meðfylgjandi tilboði frá Skipulag & skjöl ehf.


7. Erindi frá Sveini Ragnarssyni og Höllu Steinólfsdóttur, varðar sameiginlegan menningar og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps, dagsett 20/09/2012


Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið og ræða við fulltrúa hinna sveitarfélaganna um viðfangsefnið.


8. Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, lagður fram undirskriftalisti þar sem óskað er eftir því að íþróttahúsið á Hólmavík verði opið á laugardögum frá 11:00 - 18:00, dagsett 02/10/2012


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir tillögu frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar um hvernig má koma til móts við þessar óskir við án aukins tilkostnaðar.


9. Erindi frá Siglingastofnun, niðurrif á hluta af gömlum ferjubryggjum við Melgraseyri og Arngerðareyri, dagsett 17/09/2012


Sveitarstjórn samþykkir erindið.


10. Erindi frá Halldóri Halldórssyni á Hrófbergi, varðar grenjavinnslu, dagsett 30/09/2012


Samkvæmt reglum Strandabyggðar er einungis grenjaskyttum með samning við Strandabyggð greitt fyrir grenjavinnslu. Sveitarstjórn hafnar því ósk bréfritara að fá greitt fyrir grenjavinnslu í landi Hrófbergs og Víðivalla. Hinsvegar vill sveitarstjórn taka fram að landeigendur hafa ótvíræðan rétt, lögum samkvæmt, til að banna veiðar í sínu landi.


11. Erindi frá Thorp ehf - Þorgeiri Pálssyni, varðar vandamál vegna lélegs hraða í tölvusamskiptum með núverandi símstöð, dagsett 04/10/2012


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið þiggur boð Þorgeirs. Rætt verði við Símann um möguleika á úrbótum í nettenginum í dreifbýli og þéttbýli í Strandabyggð.


12. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og manningarnefndar


Varðandi lið 3: Skýrsla um íbúafund um tómstundir í Strandabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar varðandi íbúahandbók og síðu á vef Strandabyggðar um menningar- og félagastarfssemi í sveitarfélaginu.


Varðandi lið 4: Hamingjudagar, dagsetning 2013
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að Hamingjudagar verði haldnir dagana 28. til 30. júní árið 2013.


Fundargerð TÍM nefndar samþykkt að öðru leiti.


13. Undirskriftarlisti frá nemendum í eldri deildum Grunnskólans í Hólmavík.


Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar því yfir til fræðslunefndar til nánari skoðunar og útfærslu.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:17


Jón Gísli Jónsson Jón Jónsson

Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson 
Ásta Þórisdóttir

Sverrir Guðbrandsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón