A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1199 - 14. ágúst 2012

Fundur nr. 1199 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 14. ágúst 2012 í Hnyðju. Fundurinn hófst kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir sveitarstjórnarmenn, Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri og Ingibjörg Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Oddviti bauð Andreu K. Jónsdóttur nýjan sveitarstjóra sérstaklega velkomna til starfa og tók sveitarstjórn einhuga undir þær árnaðaróskir.


Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Ráðning sveitarstjóra
2. Tímabundin ráðning skólastjóra í Grunn- og tónskóla Hólmavíkur
3. Beiðni um leyfi frá sveitarstjórn, erindi frá Kötlu Kjartansdóttur, dags. 26. júlí 2012
4. Beiðni um launað leyfi frá starfi bókavarðar, erindi frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, dags 7. ágúst 2012
5. Fræðsluefni um einelti, styrkbeiðni Brynjar H. Benediktsson dags. 27. júní 2012
6. Danmerkurferð, erindi frá nemendum dags. 27. júlí 2012
7. Skelin, erindi frá Þjóðfræðistofu, dags. 26. júlí 2012
8. Hafnarbraut - erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. maí 2012
9. Refaveiðar, erindi frá Jóni Halldórssyni dags. 12. júní, 2012
10. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, dags. 13. ágúst 2012
11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. ágúst 2012

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ráðning sveitarstjóra
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfestir ráðningu Andreu K. Jónsdóttur sem sveitarstjóra Strandabyggðar og býður hana innilega velkomna til starfa.



2. Tímabundin ráðning skólastjóra í Grunn- og tónskóla Hólmavíkur

Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi. Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Hildar Guðjónsdóttur í tímabundna stöðu skólastjóra Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur og býður hana innilega velkomna til starfa. Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma inn á fund.



3. Beiðni um leyfi frá sveitarstjórn, erindi frá Kötlu Kjartansdóttur, dags. 26. júlí 2012.

Katla Kjartansdóttir víkur af fundi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Katla Kjartansdóttir fái eins árs leyfi frá sveitarstjórn Strandabyggðar, Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og úr Bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu frá 1. september 2012 til 1. september 2013. Katla Kjartansdóttir kemur inn á fund.



Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að Ásta Þórisdóttir taki við formennsku á Tómstundasviði og í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd 1. september 2012 og að Viðar Guðmundsson sem tekur sæti Kötlu Kjartansdóttur í sveitarstjórn taki við formennsku á Menntasviði og í Fræðslunefnd Strandabyggðar 1. september 2012.


Kristinn Schram biðst lausnar úr Fræðslunefnd Strandabyggðar (erindi dags. 14. ágúst 2012). Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að veita honum lausn úr nefndinni frá og með 1. september 2012.


Steinar Ingi Gunnarsson biðst lausnar frá setu í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd (erindi dags. 14. ágúst 2012). Sveitarstjórn mun skipa nefndarmann í hans stað á næsta sveitarstjórnarfundi.


4. Beiðni um launað leyfi frá starfi bókavarðar, erindi frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, dags. 7. ágúst 2012
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra Strandabyggðar að afla frekari upplýsinga vegna óska um launaðar námslotur og frestar afgreiðslu erindisins.


5. Fræðsluefni um einelti, styrkbeiðni Brynjar H. Benediktsson dags. 27. júní 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindinu.


6. Danmerkurferð, erindi frá nemendum dags. 27. júlí 2012.

Jón Jónsson víkur af fundi. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja Danmerkurferð nemenda í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík um kr. 75.000. Jón Jónsson kemur aftur inn á fund.


7. Skelin, erindi frá Þjóðfræðistofu, dags. 26. júlí 2012

Katla Kjartansdóttir víkur af fundi. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja Skelina um kr. 80.000 haustið 2012 með þremur atkvæðum. Jón Jónsson greiðir atkvæði á móti tillögunni. Jón Jónsson lætur bóka að hann hefði viljað að styrkveitingin væri hærri. Katla Kjartansdóttir kemur inn á fundinn.


8. Hafnarbraut - erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. maí 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar niðurfellingu á þjónustu Vegagerðarinnar við Hafnarbraut á Hólmavík og felur sveitarstjóra og oddvita Strandabyggðar að fylgja erindinu eftir.


9. Refaveiðar, erindi frá Jóni Halldórssyni dags. 12. júní 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur skilgreint 6 refaveiðisvæði í Strandabyggð og ráðið veiðimenn til veiða á þeim svæðum. Strandabyggð mun geiða Jóni Halldórssyni minkaskott samkvæmt reglum sveitarfélagsins.


10. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, dags. 13. ágúst 2012

Varðandi lið nr. 1 staðfestir sveitarstjórn samhljóða fjallskilaseðil Strandabyggðar 2012 með smávægilegum breytingum.


Varðandi lið nr. 3 þá er oddvita falið að afla frekari gagna og leggja fram tillögur um reglur um minkaveiðar í sveitarfélaginu.

Varðandi lið nr. 5 þá samþykkir sveitarstjórn að standa á bak við umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.


Fundargerð samþykkt samhljóða að öðru leyti.


11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. ágúst 2012

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða niðurstöðu nefndarinnar varðandi lið nr. 1. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða liði 2 og 3. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða liði 4 a), b) og c) um grenndarkynningu vegna Miðtúns 9, Lækjartúns 9 og Höfðatúns 1-3. Varðandi lið nr. 6 samþykkir sveitarstjórn að áður en til niðurrifs komi verði kannaður áhugi á að fá Tafl- og bridshúsið við Kópnesbraut 13 gefins til flutnings.


Fundargerð samþykkt að öðru leyti samhljóða.


Jón Jónsson tók við fundarritun. Sveitarstjórn Strandabyggðar vill nota tækifærið á síðasta fundi Ingibjargar Valgeirsdóttur, fráfarandi sveitarstjóra, til að færa henni hjartanlegar þakkkir fyrir gott samstarf og vel unnin störf þau tvö ár sem hún hefur gegnt starfinu. Sveitarstjórn óskar Ingibjörgu og fjölskyldu hennar alls hins besta í framtíðinni.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 18:54.

Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Katla Kjartansdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón