A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1196 - 15. maí 2012

Fyrsti sveitarstjórnarfundurinn var haldinn í Hnyđju 15. maí 2012. Fundarmenn fögnuđu ţeim tímamótum ađ neđsta hćđ Ţróunarsetursins sé nú tilbúin til notkunar og afgreiđsla sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfundir séu ađgengilegir fólki međ skerta hreyfigetu. Frá opnun Hnyđju. Mynd IV.
Fyrsti sveitarstjórnarfundurinn var haldinn í Hnyđju 15. maí 2012. Fundarmenn fögnuđu ţeim tímamótum ađ neđsta hćđ Ţróunarsetursins sé nú tilbúin til notkunar og afgreiđsla sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfundir séu ađgengilegir fólki međ skerta hreyfigetu. Frá opnun Hnyđju. Mynd IV.
Fundur nr. 1196 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 15. maí 2012 í Hnyðju. Fundurinn hófst kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti hóf fundinn með því að leita afbrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi erindi inn á dagskrá:

 

20.   Skýrsla starfshóps um refa- og minkaveiðar

21.   Viltu koma út að leika, Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára, erindi frá Árnýju Huld Haraldsdóttur og Guðmundínu Haraldsdóttur, dags. 14. maí 2012

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málin verða tekin fyrir á dagskrá fundarins.

 

Fundarefni:


1. Ársreikningur Strandabyggðar 2011, fyrri umræða

2. Merkingar í Strandabyggð, erindi frá Arnari S. Jónssyni, dags. 10. maí 2012

3. Nýtt stöðugildi við Félagsmiðstöðina Ozon, erindi frá Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúi, dags. 14. maí 2012

4. Fræðslukvöld um barnsmissi, erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, dags. 20. apríl 2012

5. Þjónusta sálfræðings í Strandabyggð - tilraunaverkefni, erindi frá Hildi Jakobínu Gísladóttur félagsmálastjóra dags. 14. maí 2012

6. Staða á rekstri og þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík, svar við erindi Strandabyggðar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, bréf dags. 18. apríl 2012

7. Landsmót 50 ára og eldri, erindi frá HSS, dags. 16. apríl og 11. maí 2012

8. Leiktæki á skólalóð, erindi frá nemendum móttekið 4. maí 2012

9. Útskriftarferð nemenda í 10. bekk Grunnskólans á Hólmavík, erindi frá nemendum móttekið 8. maí 2012

10. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu 2011, móttekin 9. maí 2012

11. Niðurstöður úttektar á starfsemi Grunnskólans á Hólmavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið dags. 17. apríl 2012

12. Fundargerð stjórnar BsVest, dags. 2. mars 2012

13. Fundargerð Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, dags. 27. apríl 2012

14. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis 2011, dags. apríl 2012

15. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 3. maí 2012

16. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 2. maí 2012

17. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, dags. 8. maí 2012

18. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 9. maí 2012

19. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 14. maí 2012

 

 

Þá var gengið til dagskrár:


1. Ársreikningur Strandabyggðar 2011, fyrri umræða


Ársreikningur 2011 lagður fram til fyrri umræðu. Kristján Jónasson KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins fer yfir ársreikninginn. Helstu niðurstöður ársreikningsins:

 

Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu 2011 var neikvæð um kr. 4,7 m.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu 2010 var neikvæð um kr. 22,8 m

 

Rekstrarniðurstaða A hluta árið 2011 var neikvæða um kr. 6,6 m.

Rekstrarniðurstaða A hluta árið 2010 var neikvæð um kr. 22,6 m

 

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam kr. 30,9 m en veltufé frá rekstri A hluta nam kr. 20,2 m.

 

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011, A og B-hluti nam kr. 228 m samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta kr. 337,3 m.

 

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu kr. 373,6 m., þar af A hluti kr. 304 m.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi 31. des. 2011 nema eignir A-hluta 641,3 og samantekinn A og B- hluti kr. 601,7 m.

 

 

Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum er ekki gert ráð fyrir að kjörnir skoðunarmenn staðfesti ársreikning.

 

Oddviti lagði til að reikningum sveitarfélagsins yrði vísað til seinni umræðu og var það samþykkt samhljóða.

 

 

2.       Merkingar í Strandabyggð, erindi frá Arnari S. Jónssyni, dags. 10. maí 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið. Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram að vinna að merkingum á fasteignum og götum á Hólmavík. Sveitarstjórn hafnar því að fundin verði ný nöfn á stofnanir.

 

3.       Nýtt stöðugildi við Félagsmiðstöðina Ozon, erindi frá Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúi, dags. 14. maí 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir nýtt stöðugildi við Félagsmiðstöðina Ozon frá og með hausti 2012.

 

4.       Fræðslukvöld um barnsmissi, erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, dags. 20. apríl 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að veita styrk upp á kr. 10.000.

 

5.       Þjónusta sálfræðings í Strandabyggð - tilraunaverkefni, erindi frá Hildi Jakobínu Gísladóttur félagsmálastjóra dags. 14. maí 2012

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja tilraunaverkefnið um kr. 100.000 án skuldbindinga um rekstrarstyrki til lengri tíma.

 

6.       Staða á rekstri og þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík, svar við erindi Strandabyggðar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, bréf dags. 18. apríl 2012

Lagt fram til kynningar.

 

7.       Landsmót 50 ára og eldri, erindi frá HSS, dags. 16. apríl og 11. maí 2012

Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar framtaki HSS um að sækja um að halda Landsmót 50 ára og eldri 2014. Sveitarfélagið samþykkir að styðja við umsóknina.

 

8.       Leiktæki á skólalóð, erindi frá nemendum móttekið 4. maí 2012

Sveitarstjórn Strandabyggð þakkar nemendum kærlega fyrir erindið. Sveitarfélagið mun vinna að áframhaldandi uppbyggingu á leiktækjum og leiksvæðum á Hólmavík.

 

9. Útskriftarferð nemenda í 10. bekk Grunnskólans á Hólmavík, erindi frá nemendum móttekið 8. maí 2012

 

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið en hafnar styrkbeiðninni. 

 

Jón Gísli Jónsson kemur inn á fund.

 

10.   Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu 2011, móttekin 9. maí 2012

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar Ester Sigfúsdóttur fyrrverandi bókverði kærlega fyrir skýrsluna og vel unnin störf s.l. 10 ár.

 

11.   Niðurstöður úttektar á starfsemi Grunnskólans á Hólmavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið dags. 17. apríl 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar úttektinni og niðurstöðum hennar og mun taka þær ábendingar sem þar koma fram til greina í almennri þróun skólastarfs í Strandabyggð. Sveitarstjórn þakkar fyrir þá vinnu sem formaður menntasviðs, Fræðslunefnd, skólaráð, nemendaverndarráð, foreldrar, skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans hafa lagt í aðgerðaráætlun í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ljúka þeirri vinnu í samráði við sveitarstjórn og skila til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 25. maí 2012.   

 

12.   Fundargerð stjórnar BsVest, dags. 2. mars 2012

Lagt fram til kynningar.

 

13.   Fundargerð Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, dags. 27. apríl 2012

Lagt fram til kynningar.

 

14.   Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis 2011, dags. apríl 2012

Lagt fram til kynningar.

 

15.   Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 3. maí 2012

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

16. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 2. maí 2012

 

Varðandi lið nr. 2. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið með smávægilegum breytingum. Formanni Tómstundasviðs falið að fylgja þeim breytingum eftir.

 

Liður nr. 3 í fundargerð um Ungmennaráð í Strandabyggð samþykktur.

 

Liður nr. 4: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela tómstundafulltrúa að vinna þarfagreiningu vegna ungmennahúss og/eða menningar- og tómstundamiðstöðvar í Strandabyggð.

 

Liður nr. 5 og 6 samþykktir samhljóða.

 

Fundargerð að öðru leyti samþykkt.

 

17.   Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, dags. 8. maí 2012

Varðandi lið nr. 3 þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að bjóða út þekju á hafskipabryggju við Hólmavíkurhöfn í samráði við Siglingastofnun.

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð að öðru leyti.

 

18.   Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 9. maí 2012

Varðandi lið nr. 2.

 

Fundi lokað.

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

Fundur opnaður.

 

Varðandi lið nr. 3. Sveitarstjórn Strandabyggðar vill beita sér fyrir því að íbúðarhúsnæði fjölgi í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hefur fengið fjölmargar óskir um byggingarlóðir og íbúðir til bæði kaups og leigu. Með sölu á eignum er unnt að fara í frekari uppbyggingu, m.a. að deiliskipuleggja svæði fyrir íbúðabyggð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu skriflega.

 

Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

 

19.   Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 14. maí 2012

Liðir nr. 1, 2 a, 2 b samþykktir samhliða. Liður C lagður fram til kynningar. Lið 2 d er frestað til næsta fundar.

 

20.    Skýrsla starfshóps um refa- og minkaveiðar

 

Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tillögur starfshóps um refa- og minkaveiðar í Strandabyggð með nokkrum breytingum. Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga frá reglum og birta á vef Strandabyggðar.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar felur sveitarstjóra að ganga til samninga við veiðmenn á sex svæðum í Strandabyggð.  

 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir minkaveiðimanni með minkahunda til hefðbundinnar minkaleitar í sveitarfélaginu.

 

Bryndís Sveinsdóttir kemur aftur inn á fund.

 

 

21.     Viltu koma út að leika, Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára, erindi frá Árnýju Huld Haraldsdóttur og Guðmundínu Haraldsdóttur, dags. 14. maí 2012

 

Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi.

 

Sveitastjórn fagnar þessu framtaki og samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki skólastjórnenda um aðstöðu í skólahúsnæði.

 

Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur inn á fund.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 20:50. Fundarmenn fögnuðu þeim tímamótum að neðsta hæð Þróunarsetursins sé nú tilbúin til notkunar og afgreiðsla sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfundir séu aðgengilegir fólki með skerta hreyfigetu.

 

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir        

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón