A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1195 - 17. apríl 2012

Fundur nr. 1195 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 17. apríl 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Íbúðarhúsnæði í eigu Strandabyggðar
2. Val á neðstu hæð Þróunarsetursins
3. Húsnæði og aðstaða leikskólans Lækjarbrekku
4. Útboð í Strandabyggð: Sláttur og hirðing gróðursvæða
5. Samningur um Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík
6. Styrktarbeiðni, Bridsfélag Hólmavíkur, erindi dags. 28. mars 2012.
7. Stykbeiðni, Heilsuefling í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur dags. 12. apríl 2012.
8. Beiðni um stuðning við Héraðssamband Strandamanna, erindi dags. 14. mars 2012.
9. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, erindi frá innanríkisráðuneytinu dags. 21. mars 2012.
10. Fundur vatnasvæðisnefndar af vatnasvæði 1, dags. 11. apríl 2012.
11. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 4. apríl 2012
12. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 29. mars 2012
13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 12. apríl 2012
14. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, dags. 16. apríl 2012


Og þá var gengið til dagskrár:

1. Íbúðarhúsnæði í Strandabyggð

Sölusamningur vegna Skólabrautar 18, 510 Hólmavík samþykktur samhljóða.

Austurtún 8, 510 Hólmavík. Samþykkt samhljóða að setja Austurtún 8 á sölu og óska eftir tilboðum.


2. Val á nafni á neðstu hæð Þróunarsetursins

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir með 4 atkvæðum að neðsta hæðin heiti Hnyðja.

 

3. Húsnæði og aðstaða leikskólans Lækjarbrekku, erindi frá stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku dags. 11. apríl 2012
Erindi lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar foreldrafélagi leikskólans Lækjarbrekku fyrir áskorun um að bæta aðstöðu leikskólans.


4. Útboð í Strandabyggð: Sláttur og hirðing gróðursvæða
Eitt tilboð barst í slátt og hirðingu gróðursvæða á Hólmavík. Tilboðið var frá Karli Víði Jónssyni. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að ganga að tilboðinu og gera samning við tilboðsgjafa.


5. Samningur um Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík
Sveitarstjórn samþykkri að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Strandagaldur ses um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík 2012 - 2014.


6. Styrktarbeiðni, Bridsfélag Hólmavíkur, erindi dags. 28. mars 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja félagið um kr. 15.000.


7. Styrkbeiðni, Heilsuefling í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur dags. 12. apríl 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar undirbúningsvinnu við Heilsueflingu í Strandabyggð og samþykkir að halda áfram með verkefnið og fá fyrirtæki og stofnanir til liðs við það.


8. Beiðni um stuðning við Héraðssamband Strandamanna, erindi dags. 14. mars 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar styrkbeiðni að upphæð kr. 500.000 en samþykkir að óska eftir við stjórn HSS að ganga til viðræðna um styrktarsamning til þriggja ára.


9. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, erindi frá innanríkisráðuneytinu dags. 21. mars 2012
Lagt fram til kynningar.


10. Fundur vatnasvæðisnefndar af vatnasvæði 1, dags. 11. apríl 2012
Fundargerð lögð fram til kynningar.


11. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 4. apríl 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir ánægju með vinnu nefndarinnar að samþykkt um sértækar húsaleigubætur og jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps. Fundargerð samþykkt samhljóða.


12. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 29. mars 2012
Varðandi lið 1 þá þakkar sveitarstjórn Strandabyggðar leikskólastjóra erindi um aðstöðu í leikskólanum Lækjarbrekku. Sveitarstjórn samþykkir að skoðaðir verði framtíðarmöguleikar í húsnæðismálum leikskólans. Varðandi lið 3 b þá stendur fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um að leikskólinn Lækjarbrekka loki ekki vegna veðurs. Varðandi lið 7 samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að skoða kosti og galla þess að sameina öll skólastig í Strandabyggð, leik-, grunn- og tónskóla. Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.
  
13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 12. apríl 2012

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða liði 1, 2 og 3.

Varðandi lið nr. 4 þá samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi bókun: Sveitarfélagið hefur áður úthlutað öðrum aðila lóðum nr. 15 - 17 í Miðtúni á Hólmavík. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Leigubæ efh. lóð við Miðtún nr. 9 samkvæmt gildandi skipulagi. Úthlutun fellur úr gildi að ári liðnu ef framkvæmdir hafa ekki hafist. Ekki er hægt að úthluta öðrum lóðum sem sótt var um á þessu stigi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Vísað er til samþykktar frá sveitarstjórnarfundi 13. mars s.l. um að ráðist verði í gerð deiliskipulags á svæðum sem ætluð eru fyrir íbúabyggð samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða liði 5, a), b), c), d), e), f), g), h), i).
Fundargerð samþykkt að öðru leyti.


14. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, dags. 16. apríl 2012
Varðandi lið nr. 4 þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að óska eftir við Siglingastofnun að endurnýjun á flotbryggju í smábátahöfn verði flýtt á samgönguáætlun. Varðandi 5. lið eru breytingar á gjaldskrá Hólmavíkurhafnar samþykktar samhljóða. Fundargerð samþykkt að öðru leyti samhljóða.


Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 19:30.


Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Katla Kjartansdóttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón