A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1192 - 17. janúar 2012

Fimmtudaginn 17. janúar 2012 var fundur nr. 1192 haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem einnig sátu Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

1. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 21. desember 2011

2. Menntaþing á Ströndum 12. Janúar 2012

3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. Janúar 2012

4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 13. Janúar 2012

 

 

1.       Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 21. desember 2011

 

Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi.

 

Hólmavík er úthlutað 132 þorskígildistonnum fisveiðiárið 2011/2012. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar þeirri aukningu sem er úthlutað  til Hólmavíkur fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 og nemur 32 þorskígildistonnum.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 1182/2011:


- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa

- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2010/2011

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 6. grein reglugerðar 1182/2011:

- Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 1182/2011 verði felld niður.

                                                                                                        

Fiskistofa annast úthlutun byggðakvótans til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir kemur aftur inn á fund.

 

 

2.       Menntaþing á Ströndum 12. janúar 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar þeirri yfirlýsingu sem menntamálaráðherra gaf á Menntaþingi á Ströndum um að farið verði í gerð könnunar á fýsileika þess að stofna framhaldsdeild á Hólmavík. Sveitarstjórn þakkar fyrirlesurum og gestum fyrir þeirra framlag á þinginu sem tókst afbragðs vel.

 

3.       Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. janúar 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsnefndar um lóðarmörk milli Kópnesbrautar 4 og 4B í lið 1 í fundargerð.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsnefndar í lið nr. 2 um að leggja til að fyrirhuguð 7000 tonna framleiðsla á eldisfiski í Ísafjarðardjúpi fari í umhverfismat.

 

Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

4.       Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 13. janúar 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir lið nr. 8 um tillögur frá tómstundafulltrúa vegna umsýslu hljóðkerfa í Strandabyggð og felur tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

 

Í tengslum við lið nr. 6: Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til að auglýst verði eftir sjálfboðaliðum til að hafa umsjón með sjálfboðaliðahóp frá SEEDS og óskar jafnframt eftir tillögum að umhverfis- eða fegrunarverkefnum.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð samhljóða.

 

 

Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 17:28.

 

Jón Gísli Jónsson oddviti

Jón Jónsson varaoddviti

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón