A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1187 - 30. ágúst 2011

Fundur nr. 1187 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 30. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 17:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, bauð fólk velkomið og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. 12 mánaða skýrsla sveitarstjóra, dags. 27. - 28. ágúst 2011

2. Starfsdagar sveitarstjórnar dags. 27. - 28. ágúst 2011. Minnispunktar

3. Gatnagerðargjöld í Strandabyggð

4. Hlutafjáraukning í Vesturferðum ehf., erindi frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða, dags. ágúst 2011

5. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga: Samráðsvettvangur vegna 16 verkefna ríkisstjórnarinnar, dags. 18. ágúst 2011

6. Almenningssamgöngur á Vestfjörðum, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 4. ágúst 2011

7. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 18. ágúst 2011

8. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd, dags. 25. ágúst 2011

9. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 28. júní 2011

10. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. ágúst 2011

11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 29. ágúst 2011

 

 

Leitað er afbrigða frá boðaðri dagskrá og óskað eftir að tekin verði fyrir tvö mál:


12. Fundargerð Fræðslunefndar 30. ágúst 2011

13. Forvarnardagurinn 5. október, erindi frá Félagsmiðstöðinni Ozon, dags. 30. ágúst 2011


Samþykkt samhljóða. 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. 12 mánaða skýrsla sveitarstjóra, dags. 27. - 28. ágúst 2011

Lögð fram til kynningar.

 

2. Starfsdagar sveitarstjórnar dags. 27. - 28. ágúst 2011. Minnispunktar

Lagðir fram til kynningar. Sveitarstjóri mun taka niðurstöður umræðu á starfsdögum og í sveitarstjórn um breytingu á skipuriti nefnda og stofnanna og leggja fram tillögu til umræðu.

 

3. Gatnagerðargjöld í Strandabyggð

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda tillögu um gatnagerðargjöld til annarrar umræðu.

 

4. Hlutafjáraukning í Vesturferðum ehf., erindi frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða, dags. ágúst 2011

Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar framtaki Ferðamálasamtaka Vestfjarða en kaupir ekki hlutabréf í Vesturferðum að sinni.

 

5. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga: Samráðsvettvangur vegna 16 verkefna ríkisstjórnarinnar, dags. 18. ágúst 2011

Lögð fram til kynningar.

 

6. Almenningssamgöngur á Vestfjörðum, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 4. ágúst 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggst ekki gegn því að Fjórðungssamband Vestfirðinga taki við skipulagi og framkvæmd almenningssamgangna á Vestfjörðum, ef slíkt gæti orðið til að efla og bæta þjónustuna. Að mati sveitarstjórnar eru almenningssamgöngur í algjörum ólestri á Ströndum og víðar á Vestfjörðum.

 

7. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 18. ágúst 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

8. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd, dags. 25. ágúst 2011

Varðandi lið 2 þá samþykkir sveitarstjórn að taka erindi frá Melrakkasetri til nánari skoðunar. Varðandi lið 3a þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að taka fjallskilareglugerð upp á vettvangi Héraðsnefndar Strandasýslu sem fer með þennan málaflokk lögum samkvæmt. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.

 

9. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 28. júní 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

10. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. ágúst 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 29. ágúst 2011

Varðandi lið 1. þá áréttar sveitarstjórn að sækja þarf um leyfi fyrir leyfisskyldum framkvæmdum á lóðum samkvæmt byggingarreglugerð. Til skýringar varðandi lið 6 b) undir önnur mál, þá snérist erindið sem var frá Sigurði Atlasyni um að staðsetja listaverk Einars Hákonarsonar á grasbletti við bátarennuna. Fundargerð samþykkt.

 

12. Fundargerð Fræðslunefndar 30. ágúst 2011
Fundargerð samþykkt.

 

13. Forvarnardagurinn 5. október, erindi frá Félagsmiðstöðinni Ozon, dags. 30. ágúst 2011

Sveitarstjórn samþykkir beiðni um kr. 20.000 vegna forvarnardags 5. október 2011.  

 

Fundi slitið kl. 19:37.


Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón