A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1181 - 3. maí 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1181 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 3. maí 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagata 3. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem hófst kl. 18:00. Auk hans voru á fundinum Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdótti, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá fundarins:


1. Skýrsla sveitarstjóra

2. Frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum

3. Efling sveitarstjórnarstigsins á Vestfjörðum, erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar, dags. 11. apríl 2011

4. Ályktun lögreglufélags Vesturlands

5. Styrkbeiðni vegna ferðar á Norrænna samspilsdaga, erindi dags. 19. apríl 2011

6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands, 8. apríl 2011

7. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 28. apríl 2011
8. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 2. maí 2011

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra


Sveitarstjóri og varaoddviti gerðu stutta grein fyrir samráðsvettvangi á Vestfjöðum um 16 tillögur ríkisstjórnarinnar til eflingu byggðar sem fór fram í dag á Ísafirði. Þar var  lögð fram hugmynd Strandabyggðar um að settar verði 10 milljónir í ráðningu starfsmanns til að sjá um úttekt og undirbúning að stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík. Fjórðungssamband Vestfirðinga samþykkti ályktun á fundi síðar í dag um að styðja þessa tillögu.  

 

Bókun - aðalskipulag.

 

Viktoría Rán Ólafsdóttir er skipuð sem varamaður í Fræðslunefnd Strandabyggðar í stað Ingibjargar Benediktsdóttur.  

 

Lögð er fram tillaga um að opna hugmyndatorg um verkefni sem áhaldahús og vinnuskólinn geta unnið að sumarið 2011.  Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

2. Frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum


Lagt fram til kynningar.

 

3. Efling sveitarstjórnarstigsins á Vesturlands, erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar, dags. 11. apríl 2011


Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir að starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins skoði sérstaklega kosti og galla sameiningar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar ásamt því að skoða aðra sameiningarmöguleika innan Vesturlands. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar bókuninni. Fyrirhugaður er fundur í Búðardal um aukið samstarf sveitarfélaganna 5. maí n.k.

 

4. Ályktun lögreglufélags Vesturlands


Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar að fallið hefur verið frá hugmynd um sameiningu lögregluembætta á Vesturlandi og Vestfjöðum.

 

5. Styrkbeiðni vegna ferðar á Norræna samspilsdaga, erindi dags. 19. apríl 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja umsækjendur um kr. 50.000

 

6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, dags. 8. apríl 2011


Lagt fram til kynningar.

 

7. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 28. apríl 2011


Varðandi lið nr. 6.e) þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að taka málið til skoðunar en hafnar því að byggingarlóðin að Lækjartúni 9 verði breytt í grænt svæði. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

 

8. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 2. maí 2011


Varðandi lið nr. 1 þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að veiðiár hefjist 1. september ár hvert og að fyrir næsta veiðiár, 2011-2012, verði auglýst eftir minka- og refaveiðimönnum fyrir einstök svæði í Strandabyggð. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að greitt verði fyrir sama fjölda hlaupadýra að hámarki eins og verið hefur. Sveitarstjórn samþykkir að bæta við reglur um refaveiðar að eingöngu verði greidd verðlaun fyrir hlaupadýr, en ekki akstur og tímakaup.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tillögu Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar um að gera skriflega samninga við minka- og refaveiðmenn sem gilda fram að næsta veiðiári, 1. september 2011.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fresta að taka afstöðu til liðar 2.

 

Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

 

Fundi slitið kl. 20:13.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)
Jón Jónsson (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign)
Ingibjörg Benediktsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón