A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1178 - 1. mars 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1178 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 1. mars 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Á fundinum sem hófst kl. 18:15 voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Viðar Guðmundsson varamaður auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli Jónsson oddviti, leitar afbrigða og óskar eftir að tekið verði fyrir erindi um kaup á stálþili fyrir Hólmavíkurhöfn. Sveitarstjórn samþykkir að taka það fyrir sem dagskrárlið númer 15.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Fyrirhuguð sameining lögregluembætta. Erindi frá Önundi Jónssyni, dags. 24. febrúar 2011
3. Flugslysaæfing á Gjögursflugvelli. Erindi dags. 16. febrúar 2011
4. Umsókn í styrkvegasjóði. Erindi frá Sveini Ragnarssyni, sveitarstjórn Reykhólahrepps, dags. 8. febrúar 2011
5. Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011. Erindi dags. 11. febrúar 2011
6. Fishernet/Trossan. Erindi frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, dags. 9. febrúar 2011
7. Landsmót 50+ Erindi frá UMFÍ, dags. 15. febrúar 2011
8. Fyrirspurn um sorpflokkunarstöð. Erindi frá Sævari Benediktssyni, dags. 23. febrúar 2011
9. Reglur um gámasvæði. Erindi dags. 25. febrúar 2011
10. Skelin, áfangaskýrsla. Erindi frá Þjóðfræðistofu, dags. 23. febrúar 2011
11. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2010
12. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, dags. 4. febrúar 2011
13. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 28. febrúar 2011
14. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 28. febrúar 2011
15. Stálþilsefni í Hólmavíkurhöfn, erindi frá Siglingastofnun, dags. 28. febrúar 2011.

 

Þá var gengið til dagskrár:   

 

1. Skýrsla sveitarstjóra


Lögð fram til kynningar.

 

2. Fyrirhuguð sameining lögregluembætta. Erindi frá Önundi Jónssyni, dags. 24. febrúar 2011


Áskorun til innanríkisráðherra um að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu lögregluembætta á Vestfjarða og Vesturlands og að fallið verði frá því að leggja niður stöðu lögreglu í Dalabyggð, verður lögð fyrir fund með framkvæmdastjórum sveitarfélaga sem haldinn verður á Hólmavík, 3. mars 2011.

 

3. Flugslysaæfing á Gjögursflugvelli. Erindi dags. 16. febrúar 2011


Lagt fram til kynningar. Almannavarnarnefnd verður skipuð á fundi Héraðsnefndar Strandasýslu 7. mars n.k.

 

4. Umsókn í styrkvegasjóði. Erindi frá Sveini Ragnarssyni, sveitarstjórn Reykhólahrepps, dags. 8. febrúar 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fara í samstarf við Reykhólahrepp um að sækja í styrkvegasjóð vegna þessara leiða. Sveitarstjórn vísar þvi einnig til Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar Strandabyggðar að skoða hvort sækja eigi um í styrkvegasjóð vegna fleiri leiða.

 

5. Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011. Erindi dags. 11. febrúar 2011


Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en hafnar beiðninni.

 

6. Fishernet/Trossan. Erindi frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, dags. 9. febrúar 2011


Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og auglýsa eftir áhugasömum þátttakendum.

 

7. Landsmót 50+  Erindi frá UMFÍ, dags. 15. febrúar 2011


Lagt fram til kynningar.

 

8. Fyrirspurn um sorpflokkunarstöð. Erindi frá Sævari Benediktssyni, dags. 23. febrúar 2011


Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Sorpflokkunarstöð á Skeiði 3 samræmist núgildandi aðalskipulagi og er með gilt starfsleyfi. Sveitarstjórn samþykkir að skoða erindið nánar.

 

9. Reglur um gámasvæði. Erindi dags. 25. febrúar 2011


Sveitarstjórn samþykkir reglur um gámasvæði í Skothúsvík.

 

10. Skelin, áfangaskýrsla. Erindi frá Þjóðfræðistofu, dags. 23. febrúar 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar Þjóðfræðistofu til hamingju með velheppnað verkefni og samþykkir að borga út styrk.

 

11. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2010


Lagður fram til kynningar.

 

12. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, dags. 4. febrúar 2011

Lögð fram til kynningar.

 

13. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 28. febrúar 2011


Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

14. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 28. febrúar 2011


Vegna liðar 3 samþykkir sveitarstjórn að taka erindisbréf fræðslunefndar til skoðunar. Vegna liða 4 c og 4 d þá er stefnt að því að halda áfram með framkvæmdir við skólann næsta sumar. Vegna liðar 5 þá verður unnið áfram með reglur um námsleyfi starfsfólks Strandabyggðar. Vegna liðar 7 þá leggur sveitarstjórn til að tillaga um sumarleyfi og starfsdagar verði lögð fyrir tilvonandi leikskólastjóra áður en hún verður auglýst.   

 

Jón Jónsson víkur af fundi kl. 20:30.

 

Varðandi lið 8 samþykkir sveitarstjórn að leita álits leikskólastjóra varðandi inntökualdur á leikskólann næsta haust. Varðandi lið 10 hafnar sveitarstjórn að leikskóli fylgi grunnskóla ef ákveðið er að loka grunnskóla vegna veðurs. Vegna liðar 11 þá gilda sömu reglur um skólaakstur og veturinn 2009-2010. Er því vísað til skólabílstjóra að setja upp skriflegar reglur um akstur skólabíls í samráði við sveitarstjóra. Að öðru leyti skoðast fundargerðin samþykkt.  

 

15. Stálþilsefni í Hólmavíkurhöfn, erindi frá Siglingastofnun, dags. 28. febrúar 2011.


Sveitarstjórn samþykkir erindið með þeim fyrirvara að frekari upplýsinga verði leitað áður en tilboðið rennur út.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 21:31

 

Jón Gísli Jónsson (sign) 
Jón Jónsson (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Viðar Guðmundsson (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón