A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 5. maí 2009

 

Ár 2009 þriðjudaginn 5. maí var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Ásta Þórisdóttir varamaður og Jóhann Áskell Gunnarsson varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Varaoddviti bar upp afbrigði við boðaða dagskrá um að 3. liðurinn fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík verði tekinn á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.  Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í  3 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

1. Ársreikningur Strandabyggðar, seinni umræða.

2. Aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara.

3. Fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík frá 27. apríl 2009.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Ársreikningur Strandabyggðar, seinni umræða. Lagður var fram til seinni umræðu ársreikningur Strandabyggðar árið 2008. Farið var yfir helstu kennitölur og síðan lagði varaoddviti reikninginn til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.


2. Aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara. Gerð er tillaga um að breyta sturtuklefa ásamt skrifstofu í Félagsheimilinu á Hólmavík í aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara þar sem þeir hafa verið á hrakhólum með starfsemi sína undanfarin ár. Tillagan var samþykkt samhljóða.


3. Fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík frá 27. apríl 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík frá 27. apríl 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:55.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón