A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 22. jan. 2008

Ár 2008 þriðjudaginn 22. janúar var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Eysteinn Gunnarsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 3 töluliðum, sem var eftirfarandi:

1. Fjárhagsáætlun ársins 2008 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða.
2. Fundargerð Íþrótta- og tómstundarnefndar Strandabyggðar frá 16. janúar 2008.
3. Fundarboð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Fjárhagsáætlun ársins 2008 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða. 
Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2008 ásamt þriggja ára áætlun 2009-2011. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir áframhaldandi aðhaldi í rekstri Strandabyggðar og þar sem gera má ráð fyrir minni tekjum en árið á undan vegna lækkandi greiðslna frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að samstæðureikningur skili tæpum 9,5 millj. kr. í tekjuafgang en aðalsjóður skili rúmum 35 millj. kr. frá rekstri. Farið verður í ýmsar minni framkvæmdir á árinu sem kosta munu tæpar 25 millj. kr. Þá er áætlað að selja jörðina Nauteyri sem og Broddanesskóla á árinu en fáist viðunandi tilboð í eignirnar verður andvirði þeirra nýtt í gatnaframkvæmdir árið 2009. Ekki er gert ráð fyrir miklum hækkunum á þjónustugjöldum milli ára ef frá er talin hækkun á sorpgjöldum en lagt er til að þau hækki um 15% milli ára. Eftir ítarlegar umræður er samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2008 og þriggja ára áætlun áranna 2009-2011 til seinni umræðu.


2. Fundargerð Íþrótta- og tómstundarnefndar Strandabyggðar frá 16. janúar 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Íþrótta- og tómstundarnefndar Strandabyggðar frá 16. janúar sl. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.


3. Fundarboð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu.  
Borist hefur fundarboð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu sem haldinn verður 4. febrúar 2008 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Samþykkt er að vísa erindinu til næsta fundar sem haldinn verður 29. janúar ásamt kosningu fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Sorpsamlagsins.


Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25.

  

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón