A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 21. okt. 2008

Ár 2008 þriðjudaginn 21. október var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ásta Þórisdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 4 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Erindi frá Jóhanni B. Arngrímssyni um framtíðarskipulag á bílastæðum við Borgabraut.
3. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar dags. 8. október 2008.
4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 9. október 2008.

Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra. 
Skýrsla sveitarstjóra samanstendur af minnispunktum frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann sem haldinn var föstudaginn 17. október sl. á Grand Hótel. Rúmlega 100 fulltrúar frá allflestum sveitarfélögum landsins sóttu fundinn auk framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga og starfsmanna sambandsins. Einnig var Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála á fundinum.  Frummælendur fundarins voru Halldór Halldórsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og Óttar Guðjónsson frá Lánasjóði sveitarfélaga. Fram kom m.a. að fjárhagsstaða sveitarfélaga er bágborin en lögð verður rík áhersla á að efla lánasjóðinn svo bæta megi lausafjárstöðu sveitarfélaga og aðstoða þau við endurskipulagningu á fjármálum þeirra. Einnig var tíunduð sú nauðsyn að efla sveitarfélögin til að tryggja grunnþjónustu og starfsöryggi starfsmanna sveitarfélaga. Þá kom fram að náið samráð verður á milli formanns sambandsins og ráðherra sveitarstjórnarmála um hagsmunarmál sveitarfélaga á næstu vikum og mánuðum.


2. Erindi frá Jóhanni B. Arngrímssyni um framtíðarskipulag á bílastæðum við Borgabraut. 
Borist hefur erindi frá Jóhanni B. Arngrímssyni um framtíðarskipulag á bílastæðum við Borgabraut ásamt fyrirspurn um hversu mörg bílastæði fylgja hverju húsi við götuna. Ekki fylgja bílastæði við götuna fyrir hvert hús en vegna skorts á bílastæðum hafa íbúar í götunni, starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar sem og gestir á gistiheimili lagt í götunni. Gert er ráð fyrir í framtíðarskipulagi að fjölga almennum bílastæðum á Borgabraut en óvíst er hvenær af því verður.


3. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar dags. 8. október 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar frá 8. október 2008. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.


4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 9. október 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar frá 9. október 2008. Fundargerðin er samþykkt samhljóða utan efnistöku í Slitrum sem er óheimil þar sem sauðfé er urðað þar og c. liðar undir liðnum „önnur mál" þar sem ekki kemur fram hvaða skilti er verið að fjalla um né heldur staðsetningu þeirra.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón