A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 13. október 2009

 

Ár 2009 þriðjudaginn 13. október var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  12 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

 • 1. Skýrsla sveitarstjóra.
 • 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um málþing á Hólmavík þann 23. október n.k.
 • 3. Málefni Náttúrustofu Vestfjarða.
 • 4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skólaþing sveitarfélaga 2. nóvember n.k.
 • 5. Ályktun frá Barnaheill.
 • 6. Beiðni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tilnefningu eins fulltrúa í starfshóp um flutning málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
 • 7. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. ágúst, 3. september, 17. september og 25. september 2009.
 • 8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um þinggerð og ársreikninga sambandsins.
 • 9. Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um rekstur námsvers á Hólmavík með starfsmanni.
 • 10. Fundargerð Félagsmálaráðs dags. 23. september 2009.
 • 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 18. september 2009.
 • 12. Erindi frá Maríu A. Jónasdóttur um að fá leigða jarðhæð að Höfðagötu 3.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 • 1. Skýrsla sveitarstjóra. Greint er frá fundi með fjárlaganefnd mánudaginn 28. september s.l. en einungis voru 5 nefndarmenn viðstaddir, tveir frá Sjálfstæðisflokknum, einn frá Samfylkingu, einn frá Hreyfingunni og einn frá VG. Farið var með tvö erindi á fund nefndarinnar, styrk vegna lagfæringar á Félagsheimilinu á Hólmavík og stofnun framhaldsdeildar. Vill nefndin aðstoða með stofnun framhaldsdeildar þar sem húsnæðið væri þegar til staðar og því um rekstrarkostnað að ræða en ekki stofnkostnað. Þá er sagt frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 1. og 2. október s.l. þar sem fram kom vaxandi uggur vegna mjög erfiðs rekstrarumhverfis hjá sveitarfélögum almennt. Aukin skuldaaukning og hærri launa- og rekstrarkostnaður samhliða minnkandi tekjum hefur leitt til þess að sífellt fleiri sveitarfélög standa ekki undir rekstri. Meiri niðurskurður blasir við sveitarfélögum ásamt hærri álögum á íbúana en vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar verður þrengra svigrúm fyrir sveitarfélögin til að hækka álögur. Mikil áhersla er nú lögð á sameiningar sveitarfélaga til að ná meiri hagræðingu í rekstri þeirra en sífellt erfiðari rekstur gerir það að verkum að sveitarfélög eru jákvæðari til að ræða sameiningar en áður. Greint er frá því að búið er að opna tilboð í grjótvörn við höfnina og átti lægsta tilboðið PG vélar ehf. og hljóðaði það upp á rétt rúmar 8 millj. kr. Verktrygging á að vera klár fljótlega eftir helgina og verður þá skrifað undir samning. Samþykkt er samhljóða að taka lægsta tilboði gegn því að fullnægjandi verktrygging berist tímanlega en að öðrum kosti að taka næst lægsta tilboði áður en samningsfrestur rennur út þann 20. október n.k. Að endingu er sagt frá því að leggja eigi niður embætti Sýslumanns á Hólmavík og er gert ráð fyrir einu stöðugildi eftir þá breytingu. Verður það mikil blóðtaka fyrir sveitarfélagið ef leggjast niður 2,5 stöðugildi, þar af eitt af hátekjustarf. Telur sveitarstjórn brýna nauðsyn þess að mótmæla fyrirhuguðum breytingum og senda ályktun þess efnis til dómsmálaráðherra og þingmönnum Norð-vesturkjördæmis.
 • 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um málþing á Hólmavík þann 23. október n.k. Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um fyrirhugað málþing á Hólmavík 23. október sem stæði frá 12:00 til 17:00. Þá er einnig greint frá því að fundur með þingmönnum NV-kjördæmis verði 29. október n.k. á Ísafirði og hefst sá fundur kl. 13:00. Lagt fram til kynningar.
 • 3. Málefni Náttúrustofu Vestfjarða. Borist hefur póstur um málefni Náttúrustofu Vestfjarða þar sem vakin er athygli á stöðu hennar. Lagt fram til kynningar.
 • 4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skólaþing sveitarfélaga 2. nóvember n.k. Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. september um fyrirhugað skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður 2. nóvember n.k. Lagt fram til kynningar.
 • 5. Ályktun frá Barnaheill. Borist hefur ályktun frá Barnaheill dags. 30. september 2009 þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja börn í fyrsta sæti þegar forgangsraðað er við gerð fjárlaga næsta árs. Lagt fram til kynningar.
 • 6. Beiðni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tilnefningu eins fulltrúa í starfshóp um flutning málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Borist hefur beiðni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 30. september s.l. þar sem beðið er um tilnefningu eins fulltrúa í starfshóp um flutning málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Lögð er fram tillaga um Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra og er tillagan samþykkt samhljóða.
 • 7. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. ágúst, 3. september, 17. september og 25. september 2009. Lagðar eru fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. ágúst, 3. september, 17. september og 25. september 2009. Lagt fram til kynningar.
 • 8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um þinggerð og ársreikninga sambandsins. Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 29. september þar sem vakin er athygli á að þinggerð og ársreikningar sambandsins eru aðgengileg á vef sambandsins. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar þeirri breytingu að hægt verði að nálgast upplýsingar á vef sambandsins.
 • 9. Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um rekstur námsvers á Hólmavík með starfsmanni. Borist hefur erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dags. 6. október s.l. þar sem gerð er tillaga um rekstur námsvers á Hólmavík með starfsmanni í samvinnu við Fræðslumiðstöð og fleiri aðila. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða um að vinna með Fræðslumiðstöðinni í að kanna þörfina og fjármögnun verkefnisins.
 • 10. Fundargerð Félagsmálaráðs dags. 23. september 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð Félagsmálaráðs dags. 23. september 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
 • 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 18. september 2009. Borist hefur fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 18. september 2009. Lagt fram til kynningar.
 • 12. Erindi frá Maríu A. Jónasdóttur um að fá leigða jarðhæð að Höfðagötu 3. Borist hefur erindi frá Maríu A. Jónasdóttur um að fá leigða jarðhæð að Höfðagötu 3 undir starfsemi kaffihúss. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu þar sem ætlunin er að nýta jarðhæðina undir fjarnámsver og framhaldsdeild.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón