A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 13. jan. 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 13. janúar var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  9 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Bréf frá Jóni E. Alfreðssyni f.h. Mumma, félags áhugamanna um varðveislu Hilmis.
3. Erindi frá Ísafjarðarbæ vegna aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
4. Leiðbeiningar frá Félags- og Tryggingamálaráðuneytinu um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
5. Minnispunktar samráðsnefndar á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga.
6. Beiðni frá Sjávarnytjum um stuðning við áskorun um að hafnar verði hvalveiðar við Ísland.
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
8. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 12. janúar 2009.
9. Stutt kynning á framkvæmdum og áætlunum í Grundarfirði vegna Unglingalandsmóts 2009.

Þá var gengið til dagskrár.
 
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Í skýrslu sveitarstjóra er greint frá vinnu millistjórnenda vegna fjárhagsáætlunar ársins 2009 ásamt tillögum til sparnaðar. Verður farið yfir tillögurnar og ákveðið á næstu vikum til hvaða sparnaðaraðgerða verður gripið vegna fjárhagsáætlunar 2009. Verður áætlunin, ásamt 3ja ára áætlun áranna 2010-2012, lögð til fyrri umræðu 27. janúar og seinni umræðu 3. febrúar.


2. Bréf frá Jóni E. Alfreðssyni f.h. Mumma, félags áhugamanna um varðveislu Hilmis. 
Borist hefur bréf frá Jóni E. Alfreðssyni f.h. Mumma, félags áhugamanna um varðveislu Hilmis, dags. 16. desember 2008 vegna væntanlegra rifa bátsins. Lagt fram til kynningar.


3. Erindi frá Ísafjarðarbæ vegna aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. 

Borist hefur erindi frá Ísafjarðarbæ dags. 8. desember 2008 ásamt drögum að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 til umsagnar. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti drögin og gerir engar athugasemdir né leggur til ábendingar vegna skipulagsins.


4. Leiðbeiningar frá Félags- og Tryggingamálaráðuneytinu um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. 
Borist hefur erindi  frá Félags- og Tryggingamálaráðuneytinu dags. 15. desember 2008 með leiðbeiningum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.


5. Minnispunktar samráðsnefndar á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga.

Borist hafa minnispunktar frá samráðsnefnd sem sett var á laggirnar í kjölfar efnahagskreppunnar og í eiga sæti fulltrúar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Lánasjóði sveitarfélaga og aðilum úr röðum verkalýðsfélaga og samtaka atvinnulífsins. Lagt fram til kynningar. 


6. Beiðni frá Sjávarnytjum um stuðning við áskorun um að hafnar verði hvalveiðar við Ísland. 
Borist hefur beiðni frá Sjávarnytjum dags. 6. janúar 2009 þar sem leitað er eftir stuðningi við áskorum þess efnis að hafnar verði hvalveiðar við Ísland. Samþykkt var með þremur atkvæðum gegn tveimur að styðja ekki áskorunina.


7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
 
Lögð er fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 12. desember 2008 og til samþykktar fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2009 með þremur greiddum atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá.


8. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 12. janúar 2009. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar frá 12. janúar 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.


9. Stutt kynning á framkvæmdum og áætlunum í Grundarfirði vegna Unglingalandsmóts 2009.
 
Lögð er fram til kynningar stutt greinagerð vegna undirbúnings Unglingalandsmóts 2009 í Grundarfirði ásamt áætluðum kostnaði við framkvæmdir. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón