A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 11. júlí 2008

Ár 2008 föstudaginn 11. júlí var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 15:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Eysteinn Gunnarsson varamaður og Jóhann Áskell Gunnarsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 1 tölulið, sem var eftirfarandi:


1. Reglur um úthlutun byggðakvóta í Strandabyggð.

Þá var gengið til dagskrár.
 
1. Reglur um úthlutun byggðakvóta í Strandabyggð. 
Búið er að úthluta Strandabyggð 140 tn. í þorskígildum talið fyrir fiskveiðiárið 2007-2008 og sveitarstjórn falið að setja úthlutunarreglur fyrir 15. júlí 2008, ætli hún sér það á annað borð. Lögð er fram tillaga um að til viðbótar við hin almennu skilyrði sbr. 1. gr. rgl. nr. 605/2008 kæmu eftirfarandi skilyrði:

d) Hafi útgerð leigt frá sér meiri aflaheimildir en hún hefur leigt til sín í þorskígildum talið eða selt frá sér hærri aflahlutdeild en hefur verið keypt á fiskveiðiárinu 2006/2007 kemur hún ekki til greina við úthlutun byggðakvóta. Þá koma bátar/skip sem ekki hafa landað a.m.k. 1/3 af lönduðum afla í heimahöfn á fiskveiðiárinu 2006/2007 til greina við úthlutun byggðakvóta.

e) Skipta skal helming úthlutaðs byggðakvóta, 70 tonnum, jafnt milli þeirra báta/skipa sem rétt eiga á úthlutun skv. fyrrgreindum reglum en 70 tonnum skal úthlutað í hlutfalli við landaðan afla þeirra í heimahöfn á fiskveiðiárinu 2006/2007.

Tillagan var borin undir atkvæði og var d. liður samþykktur samhljóða en e. liður samþykktur með fjórum greiddum atkvæðum en einn sat hjá.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:45. 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón