A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 10. feb. 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 10. febrúar var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  7 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2009 ásamt 3ja ára áætlun 2010-2012, fyrri umræða.
2. Erindi frá Menntamálaráðuneyti ásamt niðurstöðum úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2008.
3. Erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum um lögreglusamþykkt fyrir Strandasýslu.
4. Erindi frá fyrrum vinarbæ Aarslev, nú Faaborg-Midtfyn, um formlega beiðni frá Strandabyggð um áframhaldandi vinatengsl.
5. Erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga um félagafrelsi starfsfólks.
6. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 23. landsþing sambandsins þann 13. mars 2009.
7. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt fundargerðum og ályktunum sambandsins.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2009 ásamt 3ja ára áætlun 2010-2012, fyrri umræða. 
Lögð er til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2009, endurskoðaðri áætlun 2008 og þriggja ára áætlun 2010-2012. Í fjárhagsáætlun 2009 sem lögð er fram til fyrri umræðu er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins skili tekjuafgangi upp á rúmar 32 millj. kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði en hallarekstri upp á rúmar 20 millj. kr. með fjármagnsliðum og afskriftum. 

Er lagt til, í ljósi efnahagsaðstæðna í landinu, að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki ekki utan hækkun á mötuneytisgjaldi hjá leikskólanum á Lækjarbrekku en gjaldið hefur ekki tekið neinum breytingum frá árinu 2000. Þá er gert ráð fyrir miklu aðhaldi í rekstri en hann verði óbreyttur að öðru leyti, að ekki verði nýjar lántökur á árinu og fjárfestingar verði 12 millj. kr.  Samþykkt var samhljóða að bæta inn í áætlunina 2.500.000 kr. til launagreiðslna ungmenna í sumarvinnu sem og að segja upp öllum sérsamningum við starfsmenn, þ.m.t. fastri yfirvinnu. Þá var samþykkt að veita 1.000.000 kr. til Hamingjudaga. 

Samþykkt var samhljóða að vísa áætluninni til annarrar umræðu.


2. Erindi frá Menntamálaráðuneyti ásamt niðurstöðum úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2008. 
Borist hefur erindi frá Menntamálaráðuneyti dags. 26. janúar 2009 ásamt niðurstöðum úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2008 en samkvæmt úttekt teljast sjálfsmatsaðferðir Grunnskólans á Hólmavík ófullnægjandi. Samþykkt er samhljóða að vísa erindinu til Skólanefndar grunn- og tónskóla Hólmavíkur.


3. Erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum um lögreglusamþykkt fyrir Strandasýslu. 
Borist hefur erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum dags. 27. janúar 2009 þar sem ítrekuð er ósk um svar frá sveitarfélaginu hvort það samþykki fyrir sitt leyti drög að lögreglusamþykkt fyrir Vestfirði. Sveitarstjóra falið að svara erindinu til Lögreglustjóra og framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Strandasýslu.


4. Erindi frá fyrrum vinarbæ Aarslev, nú Faaborg-Midtfyn, um formlega beiðni frá Strandabyggð um áframhaldandi vinatengsl. 
Borist hefur erindi frá Niels Kronvald dags. 5. febrúar 2009 þar sem hann fer þess á leit að sent verði formlegt erindi til Faaborg-Midtfyn frá Strandabyggð um vinatengsl milli sveitarfélaganna. Samþykkt er samhljóða að senda beiðni um áframhaldandi vinatengsl milli Strandabyggðar og hins nýja bæjarfélags Faaborg-Midtfyn.


5. Erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga um félagafrelsi starfsfólks. 
Borist hefur erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga dags. 21. janúar 2009 þar sem ítrekað er félagafrelsi starfsfólks samkvæmt núgildandi kjarasamningum. Lagt fram til kynningar.


6. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 23. landsþing sambandsins þann 13. mars 2009.
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. febrúar 2009 um boðun á 23. landsþing sambandsins þann 13. mars n.k. ásamt skrá um kjörna landsþingsfulltrúa. Samþykkt er að Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sæki landsþingið sem aðalmaður en Valdemar Guðmundsson til vara.


7. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt fundargerðum og ályktunum sambandsins.  
Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 29. janúar 2009 ásamt fundargerðum og ályktunum sambandsins. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón