A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auka sveitarstjórnarfundur 1306 í Strandabyggđ, 12.06.20

Sveitarstjórnarfundur 1306 í Strandabyggð

Aukafundur nr.  1306 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn föstudaginn 12. júní 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 12.30. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson og  Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ársreikningur 2019 – seinni umræða
 2. Heimild til lántöku
 3. Fundargerðir nefnda
  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd frá 11.06.20
  2. Velferðarnefnd frá 11.06.20
 4. BS Vest – Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, þjónustusamningur
 5. Steinadalur, tilkynning um landaskipti
 6. Hafnarsamband Íslands, stjórnarfundur 423, frá 19.05.20
 7. Hafnarsamband Íslands, stjórnarfundur 424, frá 28.05.20
 8. Náttúrustofa Vestfjarða – samráðsfundur, fundargerð frá 29.05.20.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 12.34 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti boðaði tvö afbrigði; fyrra er Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020 sem verður liður 9. í fundardagskrá og síðari er staðfesting á stofnfjárframlagi vegna hússbyggingar í verkefni með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og verður sá liður nr. 10 í fundardagskrá.  Afbrigðin voru samþykkt.

 

 1. Ársreikningur 2019 – seinni umræða

Farið var yfir niðurstöður ársreiknings og endurskoðunarskýrslu. 

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 46,7 millj. kr. en  í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 38,8 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 290,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 371,3 millj. kr.

 

Ársreikningurinn var samþykktur. Sveitarstjórn hefur ýtt af stað aðgerðum til að efla aðhald í rekstri og bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Verður unnið að þeim breytingum í samráði við forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.

 1. Heimild til lántöku

Rætt var um hugsanlegar lántökur hjá lánastofnunum og sveitarstjóra falið að undirbúa málið.

 

 1. Fundargerðir nefnda
  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd frá 11.06.20

Formaður rakti efni fundarins. Varðandi lið 2, óskar nefndin eftir staðfestingu sveitarstjórnar. Farið yfir reglur sveitarfélagsins og þær samþykktar. Varðandi lið 4, Jón Gísli Jónsson vék af fundi.  Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.  Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.  Jón Gísli tók sæti á fundinum að nýju.

 

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.  Umræða spannst um fyrirspurn Strandagaldurs frá 7. maí sl. og hvetur sveitarstjórn hlutaðeigandi að endurnýja umsóknina, í ljósi samþykktra reglna.  Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

 

  1. Velferðarnefnd frá 11.06.20

Formaður rakti efni fundarins. Undir liðnum önnur mál í fundargerð, var komið inn á þörfina fyrir endurskipulagningu þjónustunnar og starfslýsingu félagsmálastjóra, sem og vissum þáttum í starfsmannahaldi og almennri starfsemi Félagsþjónustunnar.  Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem fari í það verkefni að endurskoða starfsemi Félagsþjónustunnar, með það að markmiði að einfalda ferla og starfsemi og skapa auðveldara vinnuumhverfi.  Að auki skuli starfshópurinn vinna erindisbréf fyrir velferðarnefnd og starfslýsingu fyrir félagsmálastjóra.  Lagt er til að stjórn Félagsþjónustunnar skipi starfshópinn.  Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.

 

 1. BS Vest – Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, þjónustusamningur

Sveitarstjórn samþykkir þjónustusamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 

 1. Steinadalur, tilkynning um landaskipti

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.  Sveitarstjórn staðfestir landaskiptin og felur sveitarstjóra að afgreiða málið gagnvart hlutaðeigandi, með vísun í fundargerð US nefndar.  Jón Gísli Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.

 

 1. Hafnarsamband Íslands, stjórnarfundur 423, frá 19.05.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Hafnarsamband Íslands, stjórnarfundur 424, frá 28.05.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Náttúrustofa Vestfjarða – samráðsfundur, fundargerð frá 29.05.20.

Lagt fram til kynningar. 

 

 1. Viðauki 2 vegna fjárhagsáætlunar 2020

Farið var yfir viðauka og breytingar í rekstri og framkvæmdum.  Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.

 

 1. Staðfesting á stofnfjárframlagi vegna húsbyggingar í verkefni með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfestir hér með, að sveitarfélagið ábyrgist 12% stofnfjárframlag vegna húsbyggingar í Miðtúni á Hólmavík.  Áætluð upphæð þessa 12% stofnfjárframlags er kr. 17.727.307.-

 

Sveitarstjórn samþykkir ábyrgð á stofnfjárframlagi.

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl.14:00.

 

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Jón Gísli Jónsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón