A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auka-sveitarstjórnarfundur í Strandabyggđ nr. 1347, 31. maí 2023

Auka sveitarstjórnarfundur nr. 1347 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 12:30 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ársreikningur Strandabyggðar 2022, seinni umræða - til afgreiðslu
 2. Viðauki I, við fjárhagsáætlun 2023 - til afgreiðslu
 3. Staðfesting á stofnframlagi Strandabyggðar vegna húsbyggingar Brákar - til afgreiðslu
 4. Samstarf um haftengd verkefni, minnisblað og viljayfirlýsing - til afgreiðslu
 5. Fagháskólanám í leikskólafræðum - til afgreiðslu
 6. Viljayfirlýsing um skipulagsmál vegna hótelbyggingar - til afgreiðslu
 7. Strandabyggð, lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - til afgreiðslu
 8. Hólmavíkurhöfn, lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - til afgreiðslu
 9. Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð 12.5.23 - til afgreiðslu
 10. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 453 frá 17.5.23 – til kynningar
 11. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 926 frá 17.5.23 - til kynningar

Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  

 

Þá var gengið til dagskrár:

 
1. Ársreikningur Strandabyggðar 2022, seinni umræða – til afgreiðslu

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 878,4 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 824,5 millj. kr

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 8,6 millj.kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 21,4 millj. kr.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 255,1 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 365,9 millj. kr.

Handbært fé frá rekstri í A og B hluta samanlögðum er 142.559 millj. kr. Rekstur sveitarfélagsins skilar þannig afgangi til að greiða af lánum og í framkvæmdir. 

Farið var yfir niðurstöður ársreiknings og þær ræddar.

Oddviti rakti niðurstöðu ársreiknings.  Matthías Sævar Lýðsson, tók undir þetta og benti á þátt innviðaráðuneytisins.  Einnig nefndi Matthías tímaás hagræðingaraðgerða og taldi sveitarfélagið eiga þar eitthvað inni.  Þá benti Matthías á álag á útsvar, sem er tímabundin ákvörðun í tengslum við samning við ráðuneytið.  Þær álögur þyrftu að lækka.

Jón tekur undir þessi orð og ítrekar að grundvöllur þess að geta aflétt álögum og styrkt stöðuna, sé að auka tekjur sveitarfélagsins.

Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og verður birtur á vef sveitarfélagsins, ásamt Endurskoðunarskýrslu fyrir 2022

2. Viðauki I, við fjárhagsáætlun 2023 - til afgreiðslu

Lagður fram svohljóðandi viðauki I við fjárhagsáætlun 2023:

„Gjöld:

Í tengslum við umsókn Strandabyggðar, f.h. Brákar íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 4 íbúðum á Hólmavík, fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 202.370.584,-. Eftir endurútreikning stofnvirðis íbúðanna, er stofnframlag Strandabyggðar nú kr. 24.284.470 kr. eða 12% af stofnvirði.  Í fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir kr. 20.000.000.-

Hækkun rekstrarkostnaðar af þessum sökum er kr. 4.284.470.-

Styrkir:

Fiskeldissjóður veitti Strandabyggð styrk að upphæð kr. 24.400.000.- til kaupa á færanlegrum kennslustofum.

Hækkun rekstrartekna af þessum sökum er kr. 24.400.000.-„

Oddviti bar viðaukann undir atkvæði.  Viðaukinn samþykktur samhljóða.

3. Staðfesting á stofnframlagi Strandabyggðar vegna húsbyggingar Brákar - til afgreiðslu

Oddviti rakti forsögu málsins.  Endurmat stofnframlags lagt fram. 

Samþykkt samhljóða.

4. Samstarf um haftengd verkefni, minnisblað og viljayfirlýsing - til afgreiðslu

Oddviti rakti aðdraganda málsins og lagði til að viljayfirlýsing sveitarstjórnar við Íslensk Verðbréf yrði samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá málinu og koma því í farveg.

Hlíf tók til máls og óskaði nánari skýringa á efni þessa hugsanlega samstarfs, t.d. hvað væru „græn leyfi“.

Jón tók til máls og lagði áherslu á að hér væri fyrst og fremst verið að skapa ramma utan um þau tækifæri sem þarna kunna að vera fyrir sveitarfélagið.

Matthías tekur til máls og telur málið áhugavert.  Ekki síst ef þarna á að skoða eldi laxfiska á landi.  Benti hann og Hlíf á að laxfiskaeldi í Steingrímsfirði er óheimilt, samkvæmt yfirlýsingu ráðherra frá 2004.  Einnig benti Matthías á mikilvægi þess að rannsaka lífríki fjarðarins í ljósi uppeldisstöðva botnfiska og veiða smábáta.  Að auki er Steingrímsfjörður einn besti hvalaskoðunarstaður landsins.  Einnig kallaði Matthías eftir almennri kynningu í sveitarfélaginu.  Er þó ekki tilbúinn að samþykkja samstarf að svo stöddu.

Þorgeir tekur undir með Matthíasi hvað opna kynningu varðar.

Jón bætir við að kynning sé góð, en mikilvægt sé að afgreiða viljayfirlýsinguna óháð kynningu. Þorgeir tók undir þetta.

Oddviti leggur til að gengið verði frá viljayfirlýsingnni. 

Samþykkt með þremur atkvæðum Strandabandalagsins.  Fulltrúar A lista sitja hjá.

5. Fagháskólanám í leikskólafræðum - til afgreiðslu

Oddviti rakti tilurð málsins og sagðist fagna því mjög, enda ljóst að það væri liður í að byggja upp fagþekkingu innan leikskólaumhverfisins.  Til að tryggja að þeir starfsmenn sem eiga rétt til þessa náms, geti sótt það, þarf að staðfesta að starfsmenn haldi sínum launum á námstímanum.  Námið er byggt upp í fjarfundum og staðarlotum.  Starfsmenn bera sjálfir kostnað af ferðalögum í staðarlotur.  Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykkti óbreytt laun starfsmanna yfir námstímann.

Hlif nefndi að fjarkennsla væri einu sinni í viku, morgunstund og ein staðarlota á önn.  Hún fagnaði þessu framtaki.  Sigríður tók undir það.

Jón bætti við og tók undir það sem komið er, að þar sem það væri skortur á faglærðum leikskólakennurum, væri mikilvægt að styðja þetta.

Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti óbreytt laun þessara starfsmanna á námstímanum.

Samþykkt samhljóða.

6. Viljayfirlýsing um skipulagsmál vegna hótelbyggingar - til afgreiðslu

Oddviti rakti aðdraganda málsins og nefndi sérstaklega mikilvægi þess að vilji beggja um að hótel rísi á Hólmavík, er nú skjalfestur.  Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti samþykki sitt fyrir undirritun viljayfirlýsingarinnar, sem fór fram 26.5. s.l. 

Matthías nefni að málið ætti sér langan aðdraganda, eða allt frá sl sumri.  Matthías telur sveitarstjórn samstíga í að samþykkja þessa viljayfirlýsingu.  Hann spyr hvort hægt sé að birta yfirlýsinguna á heimasíðu sveitarfélgsins.  Sveitarstjóri kannar það mál.


Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða

7. Strandabyggð, lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - til afgreiðslu

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 25.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við grunnskóla sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra Strandabyggðar, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Matthías undirstrikar tilefni lántökunnar, sem er að fjármagna framkvæmdir við grunnskólann.


Lántakan er samþykkt samhljóða.

8. Hólmavíkurhöfn, lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - til afgreiðslu

Lántaka Hólmavíkurhafnar vegna framkvæmda. Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Hólmavíkurhafnar frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr.69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Hólmavíkurhafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000.- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við hafnarmannvirki sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra Strandabyggðar, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Matthías ítrekar tilefni lántökunnar.  Hlíf spyr um eðli framkvæmdar og hvort kostnaðarskiptin eigi þar við.  Oddviti gerði grein fyrir framkvæmdinni, sem er malbikun á hafnarplani og plani við hafnarvog, og bendir á að hér sé um að ræða framkvæmd á vegum Hafnarsjóðs eingöngu.


Lántakan samþykkt samhljóða.

9. Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð 12.5.23 - til afgreiðslu

Oddviti rakti efni fundargerðarinnar og lagði sérstaka áherslu á fjárfestingarþörf Sorpsamlagsins. Það sem ber helst hér er samþykkt stjórnar um að hækka mánaðarleg framlög sveitarfélaganna um 25%, enda hafa þau verið óbreytt sl ár, á sama tíma og rekstrarkostnaður hefur aukist í kjölfar lagabreytinga og aukins umfangs.  Einnig má benda á samþykkt stjórnar Sorpsamlagsins varðandi leiðir til að vinna á uppsöfnuðu tapi undanfarinna ára. 

Oddviti sagði frá því að aðalfundur Sorpsamlagsins verður þann 6. júní n.k., kl 14 í Hnyðju.

Matthías tekur til máls.  Innleiðing laga tekur tíma.  Bent er á orðalag varðandi ákvörðun um aukin framlög.  Oddviti benti á að meiningin er skýr, þ.e. að stjórn Sorpsamlagsins leggði hækkunina til.

Hlíf spurði um hlut sveitarfélagsins.  Oddviti benti á að hann væri ríflega 72%.

Umræða spannst um uppsafnaða skuld og lagaskyldu sveitarfélaga að reka B hlutafélög ekki með tapi.


Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

10. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 453 frá 17.5.23 – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

11. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 926 frá 17.5.23 - til kynningar

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 13.39.

 

Þorgeir Pálsson (sign)

Jón Sigmundsson (sign)

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)

Matthías Sævar Lýðsson (sign)

Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón