A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sterkar Strandir 11.11.2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023


Fundur Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, fimmtudaginn 11/11/21 kl. 13.30. Fundur haldinn í gegnum
fjarfundabúnað. Mætt: Helga Harðardóttir, Aðalsteinn Óskarsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Angantýr
Ernir Guðmundsson, og Jón Jónsson formaður. Sigurður Líndal verkefnisstjóri sat fundinn og ritar
fundargerð. Fjarstödd: Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Fundur settur 13.33 og gengið til dagskrár.

1. Staða mála í Strandabyggð
Jón fer yfir þær hagræðingaraðgerðir sem sveitarstjórn Strandabyggðar hefur þurft að grípa til í
ljósi bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á grundvelli samnings þess við Sveitastjórnaráðuneytið.
Jón fór einnig stuttlega yfir óformlegar þreifingar í sameiningarmálum sveitarfélagsins. Aðalsteinn
skýrði frá samtali sínu við ráðuneytisstjóra Sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem athygli var vakin á
skorti á samræmingu þeirra aðgerða sem ríkið er að grípa til í Strandabyggð.

2. Staða verkefna
Sigurður fer yfir stöðu verkefna sem fengu styrk úr Frumkvæðissjóði 2021. Lang flest eru á góðum
rekspöl, einu verkefni er lokið, en mögulegt er að af einu verkefni verði ekki.

3. Önnur mál
a. Verkefnisstjórn gleðst yfir góðum fréttum af vetrarþjónustu í Árneshrepp og mun
kynna sér greinargerð verkefnisins þar og felur verkefnisstjóra að hefja svipaða vinnu
hér.
b. Verkefnisstjóra falið að senda framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu erindi þar sem óskað
er eftir að nýr fulltrúi Vestfjarðastofu sé skipaður í verkefnisstjórn Sterkra Stranda í
stað Línu Bjargar Tryggvadóttur sem lætur fljótlega af störfum. Línu færðar þakkir fyrir
sitt framlag til Sterkra Stranda.
c. Verkefnisstjóra falið að leggja uppfærða verkefnisáætlun fyrir verkefnisstjórn á næsta
fundi hennar.
d. Ákveðið að reglubundnir fundir verkefnisstjórnar verði á miðvikudögum, á sex vikna
fresti.
e. Almennar umræður um stöðu verkefnisins og nauðsyn þess að meira heyrist af þeim
árangri sem verkefnið hefur náð og hvert það stefnir. Samfélagið þarf á góðum
straumum að halda.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið 14.25

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón