A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikskólanefnd - 25. febrúar 2010

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 25. febrúar 2010 var haldinn fundur í leikskólanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 16:00.  Mætt voru Sigurður Marinó Þorvaldsson, Sigurrós Þórðardóttir fulltrúi foreldra, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir varamaður, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Guðfinnsdóttir leikskólastjóri. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Sigurður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá:

 

  1. Starfsmannamál.
  2. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Starfsmannamál. Guðrún ræddi um að nú stefnir í að það myndist biðlisti eftir leikskólaplássi en þegar eru komin tvö börn á lista og a.m.k. 6 til viðbótar sem eru orðin eins árs eða verða það á árinu. Gera þarf breytingar á deildunum til að geta tekið inn öll börnin og setja yngri börnin inn á deild þar sem þau eldri eru nú og öfugt. Telur leikskólastjóri það gerlegt að framkvæma þetta með aðstoð starfsmanna áhaldahúss og er stefnt að því að gera þessar breytingar eftir fjórar vikur og þarf að loka skólanum í þrjá daga vegna þeirra. Þá þarf að auglýsa lausar stöður á leikskólanum þar sem matráður leikskólans hættir nú um miðjan apríl sem og tveir starfsmenn í byrjun maí.
  • 2. Önnur mál. Þar sem biðlisti er nú þarf að ítreka það við þá foreldra, sem taka lengra sumarfrí fyrir börn sín og greiða ekki fyrir þann tíma, þá fara þau börn að öllum líkindum á biðlista eftir sumarfrí. Þá þarf að gera foreldrum grein fyrir innheimtustefnu sveitarfélagsins og verða þær reglur settar inn í foreldrahandbók.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:20.

 

Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)                         Hrafnhildur Þorsteinsdóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)                                   Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

Sigurrós Þórðardóttir  (sign)                           Ásdís Leifsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón