A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikskólanefnd - 1. apríl 2008

Þriðjudaginn 1. apríl var haldinn fundur í leikskólanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 17:00. Mætt voru María Mjöll Guðmundsdóttir, Sigurður Marinó Þorvaldsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Vala Friðriksdóttir fulltrúi foreldra og Kolbrún Þorsteinsdóttir leikskólastjóri. Sigurður setti fundinn og stjórnaði honum.

1. Tillaga að breytingu á skipulagsdögum.
2. Símenntunaráætlun.
3. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Fyrir liggur erindi frá leikskólastjóra dags. 6. febrúar, með tillögu að breytingum á starfsdögum og er lagt til að  tveir skipulagsdagar verði teknir strax eftir sumarlokun. Nefndin tekur vel í þessa skipulagsbreytingu og samþykkir hana.

2. Fyrir liggur erindi frá leikstjórastjóra dags. 1. febrúar 2008 þar sem lagt er til að öllum starfsmönnum sé gefinn kostur á að sækja tvö námskeið á ári, með það að markmiði að auka hæfni og ánægju starfsfólks. Nefndin tekur jákvætt í erindið og töluvert var rætt um hvort hægt væri að auka framboð námskeiða hér á staðnum og gegnum fjarfundabúnað. Einnig að ástæða væri til að gefa fólki kost á að sækja námskeið annars staðar á landinu, og hitta annað fólk í stéttinni. Stefnt er að því að auka námskeiðsþátttöku starfsmanna og skoða skal námskeiðsþátttöku hverju sinni. Einnig kom fram í umræðum að full ástæða er til að samræma vinnureglur um greiðslur dagpeninga og aksturskostnaðar milli stofnana sveitarfélagsins. Er sveitarstjórn hvött til að skoða þessi mál.

3. Önnur mál.
Hlíf spurðist fyrir um hlutverk leikskólanefndar, hvaða málefni hún ætti að taka fyrir o.sfrv. Ásdís sagði að ekki hefði verið gert skipunarbréf fyrir nefndina í upphafi núverandi kjörtímabils. Töluverð umræða spannst um þetta mál og fram kom að nefndarmönnum þótti ástæða til að funda oftar og hafa meira samstarf milli nefndarinnar og leikskólans um stefnumótun. Leikskólastjóri vill gjarnan hefja það starf hið fyrsta og mun afla upplýsinga.

Einnig spannst töluverð umræða um hversu mikil starfsmannaveltan væri í leikskólanum og hvað væri til ráða í þeim efnum. Víða er erfitt að fá leikskólakennara til starfa, ekki síst á Vestfjörðum. Fram kom að enginn trúnaðarmaður er í leíkskólanum. Verið er að auglýsa eftir starfsfólki í tvö störf og einnig þarf að ráða inn afleysingamanneskju. Eitt barn á biðlista eins og staðan er í dag. Loks var umræða um áframhaldandi vinnu við leikskólalóðina. Þetta verður skoðað á næstu vikum með áhaldahúsmönnum.

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.

Vala Friðriksdóttir (sign)                           
Ásdís Leifsdóttir (sign)
María Mjöll Guðmundsdóttir (sign)             
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)
Kolbrún Þorsteinsdóttir (sign)                           
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón