A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefndarfundur 8. maí 2024

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 8. maí 2024.
Fundur hófst kl 16. Mættir eru Þorgeir Pálsson, Vignir Rúnar Vignisson, Valgeir Örn
Kristjánsson, Steinunn Magney Eysteinsdóttir. Kristín Anna Oddsdóttir fulltrúi foreldra,
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Skólastjóri og Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara.

Fundardagskrá:

1. Samstarfssamningar við Ásgarð, drög til kynningar
2. Starfsáætlun Fræðslunefndar 2024/2025, drög til kynningar
3. Skóladagatal, leikskóladagatal, upplýsingar um kennslumagn
4. Önnur mál
a. Umræða um bann við farsímanotkun í grunnskólanum.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun.
Engar athugssemdir voru gerðar.

Umræða

1. Samstarfssamningar við Ásgarð, drög til kynningar

Samningurinn kynntur af Þorgeiri formanni fræðslunefndar og Kristrúnu fulltrúa
Ásgarðs. Góð umræða myndaðist og fagnaði skólastjóri því að gengið yrði til
formlegra samninga við Ásgarð. Nefndin leggur til að samningurinn verði
samþykktur.

2. Starfsáætlun Fræðslunefndar 2024/2025, drög til kynningar.

Áætlunin var kynnt af Þorgeiri formanni fræðslunefndar og Kristrúnu fulltrúa
Ásgarðs. Góð umræða skapaðist og bindum við vonir við að þessi áætlun geri
fundina hnitmiðaðri og skipulagðari, sem og skólastarfið allt.

3. Skóladagatal, leikskóladagatal, upplýsingar um kennslumagn

Hrafnhildur skólastjóri fór yfir dagatöl og kennslumagn næsta skólaárs.

Nefndin kallar eftir hugmyndum skólastjórnenda um þróun útikennslu og
útikennslusvæðis. Þorgeir upplýsti um að framkvæmdir á leikskólalóð verður byrjuð
um leið og frost fer úr jörðu.

Nefndin fagnar því að dagatölin liggi fyrir og vill að þau verði kynnt á heimasíðum.
Ein ábending kom um að 6 vikna sumarfrí og með starfsdögum sé íþyngjandi fyrir
einstæða foreldra og efnaminna fólk. Nefndin leggur til að fleiri leiðir verði skoðaðar
með sumarfrí. Spurt var um hvort væri búið að ráða deildarstjóra á leikskólann, en
ekki hefur komið inn umsókn sem uppfyllir kröfur. Reynst hefur illa að manna með

kennurum á leikskólum og hugmynd um hvort það þurfi að fara til baka og ráða
skólastjóra sér í leikskólann og svo grunnskólann.

Umræða spannst um þá hugmynd að sameina stöðugildi vegna innleiðingar
farsældarlaga og barnsvæns samfélags og gera eitt stöðugildi innan skólans. Spurt
var um hver væru rökin fyrir 2 kennurum á yngstastigi. En það er gert útaf
aðalnámskrá og aldursbil á börnum. Spurt var um tónlistarnám næsta árs en ekki
hefur gengið að ráða tónlistarkennara fyrir næsta starfsár og verður áfram auglýst
eftir kennara.

4. Önnur mál

a. Umræða um bann við farsímanotkun í grunnskólanum.

Lagt var fyrir kennara og skólaráð á fundi um hvernig þeir vilja hafa þetta og
fengum við að sjá hvað þeir höfðu að segja um málið. Einnig var sagt frá
umræðu á vegum foreldrafélagsins og Heimilis og skóla

Góð umræða skapaðist um málið. Gott væri að setja þetta allt saman og
finna sameiginlega lausn á málinu. Formaður mun fylgja málinu eftir.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 17:48. Fundargerð send síðar til rafrænnar undirskriftar, eftir
yfirlestur.

Steinunn Magney Eysteinsdóttir, ritari

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón