A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 3. desember 2020

Fundargerð

Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 3. desember kl. 17.00 í fjarfundi. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson og Sigurður Marínó Þorvaldsson.

Fulltrúar skólans mættu kl. 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar og Guðríður Stella Magnúsdóttir sem fulltrúi foreldra grunn- og tónskóladeildar. Enginn mætti frá leikskóladeildinni eða fyrir hönd ungmennaráðs.

 

Dagskrá

1. Ytra mat 2020 niðurstöður og drög að umbótaáætlun 

Ytra mat á grunnskóladeild fór fram í september 2020. Í kjölfarið hefur verið unnið í umbótaáætlun sem þarf að skilast til Menntamálastofnunar fyrir 15. janúar 2021. Umbótaáætlunin þarf að vera tímasett, skilgreindur er ábyrgðaraðili við hvern þátt og hvenær eigi að endurmeta þáttinn. Skólastjóri kynnir helstu niðurstöður matsins og drög að umbótaáætlun.


2. Innra mat skólaárið 2019-2020

Skólastjóri kynnir skýrsluna sem liggur frammi á heimasíðu skólans. Markmið er að mat innra mats teymis skólans sé að 90% af öllum þremur viðfangsefninu séu grænir en grænt þýðir að flestir eða allir þættir séu sterkir.


3. Erindisbréf fræðslunefndar

Erindisbréf lagt fram til kynningar. Rætt um skyldur nefndarinnar t.d. hvort nefndinni  beri að tryggja að aðbúnaður nemenda og kennara sé í lagi. Einnig rætt að æskilegra verklag væri að sveitarstjóri/formaður nefndar sjái um að boða varamenn á fund frekar en  að aðili sem forfallist boði sjálfur varamann.  Erindisbréfið verður lagt fyrir sveitarstjórn.


4. Önnur mál

Rætt um fjölda fræðslunefndafunda. Nefndin leggur til að fundir verði ekki færri en 7 á ári svo þeir haldi gæðum sínum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.24

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón