A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 11.febrúar 2019

Fundargerð

Fundur var haldin í fræðslunefnd mánudaginn 11. febrúar kl. 16:00 í Hnyðju
Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn Þorsteinsdóttir og Sigurður Marínó Þorvaldsson boðaði forföll. Birna Karen Bjarkadóttir varamður mætti í hans stað.
Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku voru boðaðir kl 16:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hjördís Inga Hjörleifsdóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.
Fulltrúar Grunn og tónskóla voru boðaðir kl 17:00 og það eru: Hrafnhilur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, fulltrúi kennara Esther Ösp Valdimarsdóttir og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll og Hlíf Hrólfsdóttir er mætt í hennar stað.
Fulltrúi ungmennaráðs Elín Victoría Gray situr einnig fundinn.

Þá er gengið til dagskrár:

Málefni Leikskólans:
1. Starfsmannamál
Nú hafa orðið breytingar á starfsmannamálum. Það vantar eitt stöðugildi deildastjóra og stuðning með einu barni. Ekki hafa komið mikil viðbrögð við auglýsingum. Miðað við fjárhagsáætlun eiga að vera 8,7 stöðugildi við leikskólann árið 2019 og þá er ekki stuðningur þar með talin. Fyrirséð er að einhverjar breytingar eru framundan og nú höfum við farið af stað með samvinnu með Grunnskólanum til að reyna að leysa þennan vanda. Leikskólastjóri hefur fengið tvo aðila sem hægt er að kalla í þegar þess þarf. Vegna vanda við að fá starfsfólk við leikskólann leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að farið verði í markvissa vinnu við að auglýsa sveitarfélagið og uppbyggingu húsnæðis til þess að fá fólk á staðinn svo ekki þurfi að koma til þess að loka þurfi deildum eða hætta að taka inn 9 mánaða börn. Einnig hvetur fræðslunefnd yfirmenn stofnana sveitarfélagsins til þess að opna á þá möguleika að starfsmenn þeirra geti leyst af á leikskólanum.
Fræðslunefnd leggur til að sveitarstjórn íhugi alvarlega styttingu vinnuvikunar eða aðrar ívilnanir.
2. Áætlun vegna undirmönnunar
Komi til mikillar undirmönnunar í leikskólanum vegna forfalla, veikinda starfsfólks eða af öðrum ástæðum, þá skal skólastjóri, sérkennslustjóri og/eða deildastjórar leita leiða til að halda starfseminni gangandi.
Ávallt skal skoða hlutfall starfsmanna og þeirra barna sem mætt eru í skólann. Einnig þarf að taka tillit til ef um nýja óreynda starfsmenn er að ræða.
Starfsfólk óháð starfslýsingu vinnur saman að því að halda starfseminni gangandi. Það starfsfólk sem þarf að lengja vinnudag eða fær ekki kaffitímann sinn fær greidda yfirvinnu.
Í leikskólanum er 21 barn á tveimur deildum, á Tröllakoti (yngri deildinni) eru 10 börn fædd á árunum 2016-2017 en á Dvergakoti (eldri deildinni) eru 11 börn fædd á árunum 2013-2015.
Ef til þess kemur að senda þurfi börn heim vegna óviðráðanlegrar undirmönnunar:

  • Skal leggja áherslu á að jafnræðis sé gætt þannig að vistunar skerðing komi ekki ójafnt niður á foreldrum.
  • Þess skal gætt að systkini séu heima á sama tíma.
  • Foreldrar sem tök hafa á eru beðnir að sækja börn sín fyrr.
  • Undantekning frá þessari reglu er að börn starfsmanna leikskólans eru ekki send heim.
  • Foreldrum skal tilkynnt um skerðingu á vistun barna sinna með eins löngum fyrirvara og kostur er.

Þegar dvalatími er skertur dregst skerðing frá dvalargjaldi.
3. Önnur mál leikskólans
Engin önnur mál að svo stöddu.
Fulltrúar Leikskólans yfirgefa fundinn kl: 16:51 og fulltrúar Grunnskólans koma til fundar kl 16:55

Málefni Grunnskólans:
4. Niðurstöður lesferils kynntar
Nú hafa allir foreldrar fengið niðurstöður lesferils. Lesfimipróf voru lögð fyrir í janúar. Það sýnir sig greinilega að foreldrasamstarf og heimalestur skiptir gríðarlegu máli.
5. Starfsmannamál
Enn hefur ekki verið ráðin íþróttakennari í stað þess sem látið hefur af störfum. Auglýst var 50% staða. Einn stuðningsfulltrúi er hættur og einn komin í veikindafrí. Skólastjóri mun leita leiða til að láta starfsemina ganga með núverandi starfsmannafjölda.
6. Önnur mál Grunnskólans
Áætlun um innra mat Grunn- og tónskólans. Þar verður tekið fyrir stjórnun og fagleg forysta sem er fyrsti liður í innra mati. Skipað verður í innra matsteymi fljótlega en þessi vinna fer fram nú í vetur og fram á vor. Gera má ráð fyrir að innra mat verði tekið fyrir á síðasta fræðslunefndarfundi fyrir sumarfrí.
Fulltrúar Grunnskólans yfirgefa fundinn kl 17:40
Fræðslunefnd rædda erindisbréf og starfsáætlun.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 18:00

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón