A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 5. apríl 2017

Fundur haldin í Hnyðju miðvikudaginn 5.4.2017 kl 17. Mætt eru Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðjón Sigurgeirsson varamaður fyrir Egil Victorsson sem boðaði forföll.

Fulltrúar Leikskólans Lækjarbrekku mættu kl 17:00, Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri, Berglind Maríusdóttir fulltrúi starfsmanna og Hrefna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra.

Fulltrúar grunnskólans voru boðaðir kl 18:00, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra.

 1. Aukagjald fyrir of snemma/of seint sótt á leikskólann.

  Aðalbjörg óskar eftir því að sett verði á aukagjald þegar foreldrar koma með börn sín of snemma eða sækja of seint. Það er hægt að skrá vistunartíma 15 mínútur fyrr eða seinna gegn gjaldi og það hefur ekki verið nýtt eins og ætti að vera.

  Fræðslunefnd leggur til að sendur verði póstur á foreldra og þeim boðið að skrá börn sín á þá tíma sem áætlaður er að nýta. Ef foreldrar sækja börn sín ítrekað of seint eða mæta of snemma leggur nefndin til að send verði rukkun fyrir þann tíma.

 2. Skýrsla vegna læsis þróunarverkefnisins.

  Aðalbjörg fer yfir skýrsluna og segir frá verkefninu. Verkefnið er samstarf á milli leikskólanna í Austur- og Vestur Húnavatnssýslu, Leikskólans Lækjarbrekku og leikskólans á Húnavöllum sem bættust inn í samstarfið síðar. Samstarfið hefur alið af sér ýmis verkefni, stór og smá og það nýjasta er þróunarverkefnið Málörvun og læsi, færni til framtíðar. Verkefnastjóri er Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur. Ábyrgðarmenn er Guðrún Lára Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Ásgarði á Hvammstanga og Borðeyri og Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri í Austur Húnavatnssýslu.  Gefin verður út bæklingur um verkefnið sem sendur verður á öll heimili.

  Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þessu verkefni.

 3. Ósk um afslátt fyrir öryrkja af leikskólagjöldum

  Fræðslunefnd metur það svo að ekki sé ástæða að sérstakur afsláttur verði veittur af leikskólagjöldum fyrir öryrkja þar sem þeir geta sótt um barnalífeyri. Fræðslunefnd bendir á að í sérstökum tilfellum er hægt að óska eftir aðstoð frá félagsmálayfirvöldum.

 4. Önnur mál
  a)      Skóladagatal drög. Aðalbjörg leggur til að sumarlokun leikskólans verði í júlí. Þetta verði gert til að koma til móts við fjölskyldufólk sem á unglinga í vinnuskóla. Vinnuskólinn starfar í júní og byrjun júlí. Þá geti fjölskyldan verið saman í sumarfríi.

  Fulltrúar leikskólans víkja af fundi kl: 17:57
  Fulltrúar grunnskólans koma kl 18:00

 5. Skóladagatal drög

  Hrafnhildur fer yfir drögin sem verða tilbúin til samþykktar á næsta fundi.

 6. Starfsmannamál, staðan

  Tveir starfsmenn hafa óskað eftir ársleyfi og fengið hjá sveitarstjórn.

 7. Auglýsingar fyrir komandi skólaár.

  Það þarf að auglýsa eftir list- og verkgreinakennara, íþróttakennara og umsjónakennara í unglingadeild. Rætt var um húsnæðismál í Strandabyggð í þessu samhengi.

 8. Önnur mál

  Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi kl:18:35

  a). Trúnaðarmál             

  Hrafnhildur víkur af fundi kl: 18:53 og Eiríkur Valdimarsson kemur inn á fundinn.

 9. Bréf frá umsjónarmanni dreifnáms um samning við FNV um dreifnám.

  Nú liggur fyrir að samningur um dreifnám á Hólmavík rennur út nú á vormánuðum og þörf er á endurnýjun á þeim samningi. Skólastjóri FNV hefur haft samband við umsjónarmann vegna þess að gengið hefur illa að ná sambandi við sveitarstjóra Strandabyggðar vegna málsins. Nú eru stjórnendur komnir að málinu og liggur fyrir að gera þarf samning en það hefur gengið illa að fá eldri samninga frá ráðuneytinu.

  Fræðslunefnd þrýstir á sveitarstjórn að vinna hratt og örugglega í málinu. Lagt er til að sveitarfélögin þrjú sem eru með dreifnám frá FNV, tali sig saman um gerð þessara samninga.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 19:10

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón