A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 5. apríl 2011

Fundur haldinn í fræðslunefnd 5. Apríl á skrifstofu Strandabyggðar kl. 16.00.  Mættir eru Steinunn Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir,

Snorri Jónsson, Hlíf Hrólfsdóttir, Kristinn Schram, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritar fundargerð.  Steinunn setti fundinn.

 

Fundarefni: 

 

Sameiginleg mál: 

1. Nýr leikskólastjóri Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir boðin velkomin til starfa.

Formaður hélt ræðu þar sem hún fagnaði ráðningu leikskólastjórans og bauð hana velkomna og útskýrði nokkur atriði varðandi samvinnu nefndarinnar við leikskóla og skóla. Verið er að vinna í að finna húsnæði fyrir Ingibjörgu sem er í tímabundnu húsnæði. Ingibjörg Alma hefur áhuga á að samræma starfsdaga með grunnskólanum í tengslum við vinnu á námsskrá leikskólans fyrir næsta skólaár.

2. Sérfræðiþjónusta á Hólmavík.

Sérfræðingar sem hafa sinnt þjónustu við grunn og leikskóla hafa óskað eftir að samningurinn verði endurskoðaður. Fræðslunefnd leggur til að þessum samningi sé sagt upp. Lagt er til að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp í tengslum við sérfræðiþjónustu og kannað samstarf við nágrannasveitarfélögin. Einnig má skoða það að meiri samvinna sé milli fagfólks á leikskóla og grunnskóla þ.e. sérkennara, iðjuþjálfa og þroskaþjálfa þannig að þeirra starfskraftar nýtist samfélaginu sem best.

3. Önnur mál.

a. Fundur verður haldinn með foreldrum grunnskólabarna varðandi breytingar á skólastarfi veturinn 2011-2012 næsta mánudagskvöld og mun formaður fræðslunefndar mæta fyrir hönd nefndarinnar.

b. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að framkvæma þá hugmynd sem rædd var á fræðslunefndarfundi frá 23. ágúst s.l. um að halda íbúaþing um fræðslumál í tengslum við 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík.

c. Einnig hvetur fræðslunefnd að viðhaldi verði sinnt á skólahúsnæðinu sem fyrst og að skólalóðin þarfnist úrbóta sbr. skýrslum frá ýmsum aðilum og ályktunum frá skólaráði.

 

Fleira ekki tekið fyrir , fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17.56

 

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)

Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)

Bjarni Ómar Haraldsson (sign)

Lára Guðrún Agnarsdóttir (sign)

Hildur Guðjónsdóttir (sign)

Ingibjörg Sigurðardóttir (sign)

Snorri Jónsson (sign)

Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Kristinn Schram (sign)

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2011

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón