A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 29. september 2015

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 29. september 2015 og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar.

 

Mætt voru: Ingibjörg Benediktsdóttir formaður sem einnig ritar fundargerð, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Vignir Örn Pálsson og Ester Sigfúsdóttir varamaður,

Fulltrúar leikskóla: Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri.

Fulltrúar Grunnskóla : Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Hrafnhildur Skúladóttir fulltrúi foreldra.

 

 

Málefni leikskóla:

 

Ákveðið er að færa lið 1 í fundarboði og sameina með lið 5 sem er þjóðarsáttmáli um læsi í sameiginleg mál leik- og grunnskóla sem verður liður 4

 

  1.  Fjöldi barna og starfsfólk 
    Í leikskólanum eru 28 börn, 10 á yngri deild og 18 á eldri.
    Starfsmenn eru 11 og  eru 10,5 stöðugildi við leikskólann.
    Við leikskólann starfar þroskaþjálfi 100% starfi og iðjuþjálfi í 50% starfi á móti 50% leiðbeinanda stöðu. Tveir leikskólakennarar starfa við leikskólann og einn leikskólaliði. Einn leiðbeinandi er í leikskólaliða námi og einn í grunnskólakennaranámi.
    Fræðslunefnd fagnar aukinni menntun starfsfólks.

  2.  Fyrirspurn um viðbyggingu við leikskólann 
    Ingibjörg Alma leggur fram bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvenær verður hafist handa við viðbyggingu við leikskólann Lækjarbrekku. Meðal annars er þess getið að þann 2. desember 2014 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi að farið yrði í framkvæmdir við leikskólann árið 2015 og á fundi með starfsfólki þann 28. apríl síðstliðin voru veittar þær upplýsingar að um áramót 2015-2016 ætti viðbygging að vera fokheld.
    Fræðslunefnd óskar einnig eftir svari um hvenær og hvort umrædd framkvæmd er á dagskrá.
    Fræðslunefnd óskar einnig eftir fundi með oddvita, formanni byggingarnefndar og sveitarstjóra sem fyrst. Óskar nefndin eftir upplýsingum um viðbyggingu leikskólans ásamt því að sjá teikningar.

    Fulltrúar Grunnskólans boðaðir inn á fundin kl 17:45

    Sameiginleg mál:
     
  3. Sameiginlegt mál leik- og grunnskóla um þörf fyrir talmeinafræðing.
     - Samningur við talmeinafræðinga Tröppu.
    Ingibjörg Alma kynnir erindið. Þetta haustið er fyrirliggjandi mikil þörf hjá leik- og grunnskólabörnum fyrir þjónustu talmeinafræðings. Nú er staðan sú að ekki er lengur hægt að sinna þörf þessara barna um sérfræðiþjónustu á sviði mál- og talþjálfunar.
    Strandabyggð hefur fengið tilboð frá fyrirtækinu Trappa um þjónustu talmeinafræðings í gegnum netið. Þjónustan er byggð þannig upp að talmeinafræðingur mætir á staðinn í byrjun og metur börnin, hann vinnur síðan áætlun út frá stöðu þeirra og sinnir mál- og talþjálfun í gegnum netið.
    Vesturbyggð hefur gert samning við sama fyrirtæki og er mikil ánægja þar með þjónustuna.

    Fræðslunefnd leggur til að gerður verði samningur við Tröppu um þjónustu talmeinafræðings.
     
  4.  Þjóðarsáttmáli um læsi og læsisstefna leikskólans 
    - Staðan og verkefni framundan
    Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kynnir þjóðarsáttmálann. Hægt er að fá upplýsingar um átakið á  mrn.is/hvitbok
    Ingibjörg Alma og Hlíf  kynna læsisstefnu leikskólans sem er þróunarverkefni sem unnið er með leikskólum í V- og A-Húnaþingi.

    Fræðslunefnd fagnar þessum verkefnum.

    Fulltrúar leikskóla yfirgefa fundinn kl. 18:39

 

Málefni grunnskóla: 

 

  1. Skóladagatal – breytingar
    Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði fyrir 6.-7. bekk og ungmennabúðir að Laugum í Sælingsdal fyrir 9.-10. bekk verða 26.-30. október.
    Nemendur í 8.-10. Bekk hafa fengið boð um að fara í Nýsköpunarsmiðju eða Fab-lab á Ísafirði í boði Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða sem er 21.-23. október.
    Dagsetning þemadaga er í endurskoðun vegna árekstra í skóladagatali.
    Fræðslunefnd samþykkir breytingar á skóladagatali.
     
  2. Skólaskjól – staðan, yfirfærsla til tómstundasviðs
    Skólaskjól hefur ekki farið af stað í vetur en ekki hefur náðst að ráða starfsmann. Unnið er að því að koma skjólinu í gang.
     
  3. Skólareglur - viðmið og endurskoðun
    Samkvæmt nýjum viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytisins þarf að endurskoða skólareglur Grunnskólans og unnið er nú að breytingum samkvæmt þessum viðmiðum.
     
  4. Framkvæmdir, tækjakostur og endurnýjun​.
    Í sumar var skipt um þak á eldri hluta grunnskólans og sv-gafl klæddur. Enn liggja fyrir framkvæmdir sem þarf að fara í á næstunni. Þar á meðal er klæðning á eldri hluta og nýjir gluggar.
    Ljósritunar- plöstunar- og nánast allar vélar skólans biluðu nú í haust ásamt prenturum. Búið er að ganga frá kaupum á nýrri ljósritunarvél og prentara. Taka má fram að tækin höfðu þjónað sínu hlutverki vel og lengi.
     
  5. Önnur mál
    a). Göngustígur af Brennuhól niður í Brunnagötu
    Þetta er sú leið sem börnin fara þegar þau fara í mat á Cafe Riis og kjósa börnin frekar að fara þessa leið. Mikilvægt er að endurnýja göngustíginn sem liggur þarna niður. Fræðslunefnd leggur til að tekið verði tillit til göngustíga við gatnagerð á Borgarbraut.

    b). Tillaga að föstum dagsetningum fræðslunefndarfunda
    Skólastjóri leggur til að haldnir verði reglulegir fundir hjá fræðslunefnd.
    Fræðslunefnd leggur til að að haldnir verði fundir í síðustu viku hvers mánaðar og tekið verði tillit til þess á næsta fjárhagsári.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:30

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón