A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 25. maí 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd miðvikudaginn 25. maí kl. 18:00 í Hnyðju.

 

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.  

 

Fulltrúar Grunn- og tónskóla: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Dagbjört Torfadóttir fulltrúi foreldra.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

 1. Tímamagn

  Skólastjóri fer yfir endanlegt tímamagn næsta skólaárs. Áætlaður er sami nemendafjöldi og á fyrra ári og sama skipulag samkennslu. Sótt er um 212 tíma en það er breyting frá síðasta ári um 30 tíma í sérkennslu sem sótt er sérstaklega um í næsta lið.

 2. Umsókn um viðbótartímamagn

  Sótt er um viðbótartímamagn 30 kennslustundir í sérkennslu. Þessi tími er ætlaður til að sinna einstaklingskennslu og þjálfun tveggja nemenda sem hefja nám við skólann nk. haust.

  Annað er óbreytt frá síðasta ári. Það er samþykkt samhljóða

 3. Skóladagatal

  Skólastjóri fór yfir skóladagatal. Ekki er gert ráð fyrir prófadögum en nýtt námsmat gerir ekki ráð fyrir prófadögum í skóladagatali eins og hefur verið. Nokkrar tillögur að breytingum komu fram og ætlar skólastjóri að endurskoða dagatalið og skoða áfram með starfsmönnum. Skóladagatal mun liggja fyrir til samþykktar á næsta fundi.

 4. Ráðningar starfsmanna

  Auglýst var ein staða tónlistarkennara (leiðbeinandi) – einn sótti um
  Auglýst var staða leiðbeinanda – fimm sóttu um, tveir með leyfisbréf
  Auglýst var ný staða í sérkennslu/atferlisþjálfun – einn sótti um
  Auglýstar voru hlutastöður stuðningsfulltrúa – þrír sóttu um
  Auglýst var ein staða íþróttakennara – einn sótti um með leyfisbréf

  Gengið verður endanlega frá ráðningum á næstu dögum.

 5. Bréf frá foreldrafélagi um húsnæðismál skólaskjóls og félagsmiðstöðvar dagsett 9. maí 2016

  Fræðslunefnd leggur til að málið verði skoðað og leyst eins fljótt og auðið er. Sem dæmi er tilvalið að nýta félagsheimilið undir starfsemina.

 6. Önnur mál

  a). Ákveðið var að skoða rekstur skólabíls og hagræðingarleiðir á næsta fundi.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 19:32

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón