A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 15. október

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd  15. október  n.k. og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.

 

Mætt eru eru:  Viðar Guðmundsson, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir.

 

Málefni fræðslunefndar:

Málefni leikskóla:

Boðuð kl. 17.00: Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri,  Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, og Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra

 1. Alma kynnti ársáætlun leikskólans. Áætlunin lögð fram til samþykktar og samþykkt.
 2. Farið yfir nemendalista. Ljóst er að starfsmann vantar frá 1. Des frá 12.30 til 16.00. Staðan verður auglýst.

 

Málefni grunnskóla: 

Boðuð kl. 17.20: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir  fulltrúi kennara og foreldra,  Barbara Ósk Guðbjartsdóttir fulltrúi tónskóla.

 1. Nýr skólabílstjóri hefur verið ráðinn, Unnsteinn Árnason og mun hann taka til starfa síðustu viku þessa mánaðar. Fræðslunefnd vill þakka fráfarandi skólabílstjóra fyrir vel unnin störf.
 2. Ákveðið hefur verið að hafa þemaviku 24.11 – 27.11 2014 þetta er viðbót við áður samþykkt skóladagatal. Einnig hefur verið ákveðið að hafa kynningardaga fyrir foreldra og verða þeir núna á haustönn.
 3. Svigrúm er fyrir fleiri nemendur í tónskólanum og verður auglýst á næstunni eftir umsóknum. Vakin er athygli á því að öllum íbúum sveitarfélagsins verður frjálst að sækja um tónlistarnám.
 4. Yfirvofandi er verkfall tónlistarkennara þann 22.10. Fræðslunefnd lýsir yfir stuðningi við tónlistarkennara í þeirra kjarabaráttu.

 

       Málefni dreifnámsdeildar:

       Boðaður kl. 17.40: Eiríkur Valdimarsson

 

 1. Eiríkur umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hólmavík kom og kynnti starfsemi dreifnámsdeildarinnar fyrir fræðslunefnd.
 2. Fram kom í máli Eiríks að uppfæra þarf skólanetið að ljósnetinu sem er komið á Hólmavík. Nefndin leggur til að það verði gert hið fyrsta.
 3. Fræðslunefnd leggur til að nemendur í dreifnámi eigi þess kost að taka þátt í dansnámskeiðum sem haldin eru á vegum grunnskólans og annarri aðkeyptri fræðslu sem getur hentað dreifnámsnemum.
 4. Fræðslunefnd hvetur unga sem aldna íbúa sveitarfélagsins sem hafa hug á námi að kynna sér dreifnámsdeildina og möguleikana þar.

 

Skólastefnugerð

 

 1.  Fræðslunefnd fór í lok fundar í vinnu vegna skólastefnugerðar. TIllögum verður komið til fræðslustjóra.

 

 

Fundið slitið kl. 18.58.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón