A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 11. júlí 2011

 

Fundur haldinn í Fræðslunefnd Strandabyggðar mánudaginn 11. júlí 2011.  Mættir kl. 16.30 Steinunn, Ingibjörg, Katla, Victoría varamaður, Kristinn, Vala og Salbjörg sem ritar fundargerð. 

 

Fundarefni:

Málefni Grunnskóla:


1. Starfsmannamál: a. Ráðningar tungumálakennara. Auglýst hefur verið tvisvar, í byrjun júní og í byrjun júlí og bárust tvær umsóknir sem voru endurnýjaðar er auglýst var á ný. Ákveðið var að mæla með ráðningu Þórs Jónssonar í stöðu tungumálakennara. Öðrum umsækjendum eru færðar þakkir fyrir sýndan áhuga. Borgar Þórarinsson hefur verið ráðinn tónskólakennari skv. síðustu fundargerð og mun hann hefja störf 1. ágúst. Auglýst verður aftur eftir stuðningsfulltrúa í ágúst.


2. Önnur mál: Engin önnur mál.

Nú viku Bjarni, Kristinn og Vala af fundi og fulltrúar leikskólans mættu, Alma leikskólastjóri, Hlíf fulltrúi starfsmanna og Ragnheiður Birna fulltrúi foreldra.


3. Engin önnur mál.

Málefni Leikskóla: 


4. Starfsmannamál. Fjórar umsóknir bárust um tvær stöður sem auglýstar voru og mun leikskólastjóri ganga frá ráðningum á næstu dögum.


5. Önnur mál. a. Verið er að vinna að breytingum innanhúss til að unnt sé að taka inn fleiri börn og jafnframt er verið að leigja gám til að nota sem kaffistofu. b. Nú eru 7 börn á biðlista og 3 sem komin eru á aldur nú þegar. c. Fræðslunefnd vill hvetja sveitarstjórn til að tilkynna foreldrum leikskólabarna í dreifbýli sunnan Hólmavíkur tímanlega ef um breytingar eru að ræða varðandi akstur.


Fleira ekki tekið fyrir  og fundi slitið kl. 18.30.

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón