A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisnefnd - 25. nóv. 2009

Fundur haldinn í Umhverfisnefnd Strandabyggðar,  25. nóvember 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 20.00.

 

Mættir voru Ásta Þórisdóttir, Jón Gísli Jónsson, Lýður Jónsson, Jón Halldórsson og Eysteinn Gunnarsson.

 

Fundarefni:

  • 1. Kynning á skýrslu frá Náttúrustofu Vestfjarða sjá. á slóðinni:
  • 2. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Kynning á skýrslu frá Náttúrustofu Vestfjarða sjá. á slóðinni:

 

Kynnt var skýrsla sem Náttúrustofa Vesturlands lét gera um ágengar plöntur í Stykkishólmi. Skýrslan fjallar um útbreiðslu Alaskalúpínu, skógarkerfils, Spánarkerfils og bjarnarklóar og tillögur um mótvægisaðgerðir. Nefndin ræddi um útbreiðslu þessa plantna á Hólmavík. Rætt var um að fræða þyrfti íbúa um hvaða plöntur þetta eru og virkja þá til að halda þeim í skefjum, þetta mætti t.d. gera á næsta íbúafundi. Þá var nefndin sammála um að ákveðin lína í lúpínubreiðunni fyrir ofan bæinn verði slegin árlega á tímabilinu 20. Júní - 15. Júlí og allar lúpínu-, kerfil, hvanna- og bjarnarklóarplöntur verði fjarlægðar fyrir neðan þessa línu, sem ekki eru innan lóða.

 

  • 2. Önnur mál.

 

Vistvernd í verki.

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu „vistvernd í verki" sem   Landvernd heldur utan um. Verkefnið kostar 10 þús. krónur á ári fyrir sveitarfélagið en að auki er þátttökukostnaður 3 þúsund krónur á hvern þátttakanda. Verkefnið útheimtir staðbundin stjórnanda verkefnisins og leiðbeinanda sem heldur utan um visthópana.

 

Ástand í Skothúsvík.

Rætt var um óviðunandi ástand í víkinni utan Víðidalsár og var upplýst að sveitarstjóri væri að vinna í málinu og vonast umhverfisnefnd eftir upplýsingum um hvernig mál standa á allra næstu dögum.

 

Ályktun um sauðfjárveikivarnargirðingar í Strandabyggð.

Ef sauðfjárveikivarnir hyggjast leggja niður varnargirðingar, þá krefst Umhverfisnefnd Strandabyggðar að eigandi fjarlægi girðingarnar á sinn kostnað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum, fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl. 22:00

 

Ásta Þórisdóttir (sign)

Jón Gísli Jónsson (sign)

Lýður Jónsson (sign)

Jón Halldórsson (sign)

Eysteinn Gunnarsson (sign

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón