A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerđ 7. maí 2024

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 7. Maí
2024, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Þröstur Áskelsson, Ragnheiður
Hanna Gunnarsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Atli Már Atlason.
Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi og Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun voru í
fjarfundarbúnaði og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar

Lögð fram og kynnt vinnslutillaga að nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.
Um er að ræða endurskoðun gildandi aðalskipulags 2010-2022. Skipulagslýsing var
kynnt í janúar 2022. Gögn vinnslutillögu eru:

 Sveitarfélagið Strandabyggð. Endurskoðun Aðalskipulags 2021-2033
Greinargerð. Vinnslutillaga. Maí 2024.
 Uppdráttur 1. Þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1.5.000
 Uppdrættir 2 og 3 – sveitarfélagsuppdrættir í mvk. 1:50.000

Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun kynnti efni og áherslur vinnslutillögunnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða
vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Umsókn um framkvæmdarleyfi að Selflóa á Broddanesi.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn við að hafna erindinu
að svo stöddu. Svo virðist vera um gott ræktarland að ræða og skógrækt á slíku
landi samræmist ekki stefnu gildandi svæðiskipulags.

3. Umsókn um stækkun lóða þriggja húsa við Borgabraut.

Umhverfis og skipulagsnefnd bendir á að í gildi er samþykkt deiliskipulag frá
1991 með síðari breytingum. Ekki er hægt að stækka lóðirnar nema til komi
breyting á gildandi deiliskipulagi.

4. Umsókn um breytt útlit í Grunnskóla Hólmavíkur, stækkun glugga á norðurhlið
hússins og nýtt hurðargat/flóttaleið á efri hæð á suðurgafli hússins.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknirnar verði
samþykktar.

5. Umsókn um breytt útlit í Sorpsamlagi Strandabyggðar, nýtt hurðargat á suður
gafli hússins.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði
samþykkt. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill koma þeirri ábendingu á framfæri
að það eru óþægindi af of mikilli lýsingu í vinnslu porti sorpsamlagsins.


6. Umsókn um breytt útlit að Bröttugötu 2, breytt útlit á gluggum.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði
samþykkt.

7. Beiðni um styrk fyrir skilti á Ennishálsi.

Umhverfis og skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar og bendir á að í
gildi eru skiltisreglur í Strandabyggð og senda þarf skipulagsfulltrúa gögn um
fyrirhugað skilti.

8. Umsókn um niðurrif á steinsteyptum svölum og byggja nýjar úr timbri, einnig
að færa sólskála aftan húss, frá vestan til austan megin á húsinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja
umsóknirnar.

9. Verndarsvæði í byggð – Þjóðfræðisetur Háskóla Íslands.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að þau ytri mörk
verndarsvæðisins sem að fram koma í minnisblaði EV/JJ dagsett 6. maí 2024
verði samþykkt af sveitarstjórn.

10. Svæðisskipulag

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafa ekki borist erindi vegna
svæðiskipulagsgerðar fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum og hefur því ekki tök á
að fjalla um málið.

11. Önnur mál.

a. Brattagata og Kópnesbraut.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fá þar til
færa aðila til að hanna nauðsynlegar gatnaframkvæmdir á Bröttugötu
og Kópnesbraut.

b. Umsókn um stöðuleyfi við Galdrasafnið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja
umsóknina til 1. maí 2025.

c. Umhverfismál á Tanganum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar enn og aftur,
að fara að taka til hendinni og fjarlæga gámana á tanganum.

Einnig bendir nefndin á að óheimilt er að geyma númerslausa bíla
samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2015

Fundi slitið kl 19:21

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón