A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 9. mars 2020

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 9. mars  2020,  kl. 17:00 í Hnyðju.

Fundinn sátu:  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arnbjörnsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs er Valdimar Kolka Eiríksson.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Hugmynd að göngustíg
  2. Bílastæði á Skeiði
  3. Umsjónamaður vinnuskóla
  4. Sandhólar
  5. Strandagaldur
  6. Heiðarbær
  7. Stóra-Fjarðarhorn

 

Þá er gengið til dagsskrár:

1. Hugmynd að göngustíg, rætt um göngustíginn og er samróma álit að göngustígurinn þarf að vera vel gerður og aðgengilegur fyrir alla aldurshópa. Byggingafulltrúa falið að gera drög að göngustíg á þessum slóðum.

 
2. Bílastæði á Skeiði. Nefndin leggur til að stæðin verði gjaldfrjáls í 12 mán. og endurskoðuð að ári liðnu. Stæðið verði án eftirlits að hálfu sveitarfélagsins. Nefndin felur formanni að ganga frá reglum sem byggja á þeim drögum sem lögð voru fyrir fundinn og leggja fyrir sveitarstjórn.


3. Umsjónarmaður vinnuskóla. Nefndin telur að best sé að vinna skipulega að hreinsun staðarins. Nefndarmenn eru hvattir til að skrifa hjá sér það sem þeir telja að betur mætti fara. Sveitarstjórn er hvött til að auglýsa fyrr en verið hefur eftir umsjónamanni í vinnuskóla einnig að sterkur leikur væri að auglýsa þau störf sem eru í boði í einni góðri auglýsingu.


4. Sandhólar. Nefndin leggur til að erindið sé samþykkt og er byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.


5. Strandagaldur. Nefndin leggur til að fresta þessu erindi og felur byggingarfulltrúa að koma með drög að reglum um auglýsingarskilti innan sveitarfélagsins.


6. Heiðarbær. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

 
7. Stóra-Fjarðarhorn. Ágúst Helgi vék af fundi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá erindinu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18.18

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón