A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 8. febrúar 2021

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 8 febrúar 2021,  kl. 17:00  í Hnyðju.

Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Ágúst Helgi Sigurðsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð. Auk þess mætti Valdimar Kolka Eiríksson fulltrúi ungmennaráðs.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Panna ehf – umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn.

Umhverfis og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsóknina. Varðandi staðsetningu verði umsækjendur í samráði við byggingarfulltrúa.

2. Ingimundur Pálsson – erindi vegna bílskúrs.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að fresta erindinu til næstar fundar, byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að skoða málið nánar.

3. Umsókn um byggingarleyfi, Hafnarbraut 2.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að fresta erindinu til næstar fundar, byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að skoða málið.


4. Umsókn um byggingarleyfi, Broddanesi.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindið gegn því öllum gögnum sé skilað til byggingarfulltrúa.

5. Vatnaáætlun 2021 - til kynningar.

                  Lagt fram til kynningar.


 6. Sterkar Strandir: Framtíðarsýn og markmið - til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Önnur mál.

                        Ekki komu fram önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón