A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 24. maí 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 24. maí  2012,  kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.


Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Stefán Jónsson, Valgeir Örn Kristjánsson og Ingibjörg Emilsdóttir.  Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi var í símasambandi og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1.   Sumarhúsalóðir.

Tekin fyrir umsókn frá Sigurði Helga Guðjónssyni þar sem hann sækir um tvær sumarhúsalóðir í Skeljavík.  Lóðirnar eru númer 5 og 6 á meðfylgjandi afstöðumynd. 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd mælir með því við sveitarstjórn að Sigurði Helga Guðjónssyni verði úthlutað umbeðnum lóðum.

 

2.   Miðtún 9.

Kynntar hugmyndir Leigubæjar ehf. um nýtingu lóðarinnar að Miðtúni 9.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkomnar hugmyndir Leigubæjar ehf. sýni of stórt hús á lóðinni miðað við nýtingu annarra lóða við götuna.  Að öðru leyti er frekari útfærslu á byggingarmagni vísað til deiliskipulagsvinnu þar sem breytingin á notkun á nýtingu lóðarinnar er það mikil að grenndarkynning dugar ekki samkvæmt upplýsingum fengnum frá Skipulagsstofnun.

 

 

3.   Önnur mál

 

a)   Miðtún 15-17.

Erindi frá Hornsteinum fasteignafélagi ehf. leigutaka lóðarinnar að Miðtúni 15-17.  Þar er óskað eftir samþykki nefndarinnar til að gera breytingar á skipulagi lóðarinnar þannig að félaginu verði gert kleift að reisa þar þriggja íbúða raðhús í stað parhúss.

 

 Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

Umhverfis- skipulagsnefnd getur fallist á framkomnar hugmyndir að breyttri nýtingu lóðarinnar og leggur til að breytingin verði send í grenndarkynningu.

 

b)   Hólmadrangur.

Farið yfir lóðarblöð fyrir lóðir Hólmadrangs að Höfðagötu 3a, 3b og Norðurfjöru (landnúmer 142008) sem útbúin voru í framhaldi af erindi fyrirtækisins um stækkun lóðanna og var á dagskrá nefndarinnar 19. maí 2011.

 

Nefndin staðfestir uppdrátt fyrir ný lóðarmörk við Höfðagötu 3a og 3b en frestar afgreiðslu nýrra lóðarmarka fyrir Norðurfjöru, lóð 142008, meðan leitað er lausnar á lóð fyrir geymsluskúra við Norðurfjöru lóð 142009.


c)   Lúpína.

Vegna fyrirspurna sem borist hafa um hvort lóðarhöfum væri heimilt að fjarlægja lúpínu sem vex í landi sveitarfélagsins og sækir að lóðum íbúðarhúsa fagnar Umhverfis- og skipulagsnefnd því að lóðarhafar geri það og hjálpi þannig til við að halda lúpínunni í skefjum.


Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Ingibjörg Emilsdóttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón