A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 16. maí 2013

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn

16. maí 2013, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Elfa Björk Bragadóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Gröf Bitrufirði.

Erindi frá Rögnvaldi Gíslasyni þar sem hann sækir um leyfi til að rífa tvær geymslur á jörð sinni Gröf. Geymslurnar voru byggðar sem fjós og hlaða og eru að hruni komnar.

Einnig sækir Rögnvaldur um að skráð verði breytt notkun á eldra íbúðarhúss í geymslu.

Erindið samþykkt.

2. Handverksfélagið Strandakúnst, færanlegt hús.

Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttir fyrir hönd Handverksfélagsins Strandakúnst þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja færanlegt söluhús við Höfðatún, á túninu við skilti N1, á tímabilinu frá 1. júní til 1. september. Húsið verður án vatnslagna en tengja þarf það við rafmagn. Einnig óskar Handverksfélagið eftir að öll gjöld sem falla til við leyfisveitingu verði veitt sem styrkur.

Jón Gísli Jónsson og Valgeir Örn Kristjánsson víkja af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Handverksfélgið Strandakúnst hefur óskað eftir annarri staðsetningu en fram kemur í umsókninni þ.e.á opnu svæði vestan við Fiskislóð 1. Nefndin samþykki þá staðsetningu enda verði skilað inn teikningum af húsinu.

Beiðni um niðurfellingu gjalda er vísað til sveitarstjórnar.

3. Fjárhús, Húsavík.

Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir óska eftir leyfi til að klæða gafl fjárhúsa sem byggð voru 1957, með kantaðri stálklæðningu líkt og önnur hús hafa verið klædd með. Gluggar og hurðir sem eru á gaflinum verða endurnýjaðar með sama útliti og nú er.

Hafdís Sturlaugsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Erindið samþykkt.

4. Borgabraut 4, trjágróður.

Erindi frá Sævari Benediktssyni f.h. Finna Hótels þar sem hann sækir um leyfi til að fella nokkur tré fyrir neðan Finna Hótel við Borgabraut 4.

Samþykkt að leyfa grisjun trjánna.

5. Borgabraut 4, stækkun.

Erindi frá Sævari Benediktssyni f.h. Finna Hótels þar sem hann sækir um leyfi til að fjölga gistirýmum með því að lengja húsið um 8 metra í suðvestur og suðaustur. Stækkun hússins yrði þrjár hæðir.

Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að afla nánari upplýsinga um umfang stækkunarinnar.

6. Húnaþing vestra, aðalskipulag.

Lagt fram bréf Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra Húnaþings vestra þar sem leitað er umsagnar á skipulags- og matslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.

7. Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.

Lagt fram afrit af bréfi Páls Arnars Pálssonar, Pacta lögmönnum, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlyndamála varðandi fyrirhugaða 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Lagt fram til kynningar.

8. Önnur mál

a) Hólmadrangur.

Erindi frá Hólmadrangi ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til framkvæmda við vélasal fyrirtækisins. Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér stækkun vélasalar og lagfæringar á þaki.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindi Hólmadrangs með fyrirvara um að eldvarnir og flóttaleiðir verði unnar í samráði við slökkviliðsstjóra.

b) Skógræktaráform á Felli, Kollafirði.

Fyrirspurn frá Tjalling Bos um hvort heimilt sé að hefja fram-kvæmdir við skógrækt á Felli eða hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé þess eðlis að ekki þurfi að sækja um framkvæmdaleyfi. Hins vegar vill nefndin benda á nauðsyn þess að við skipulag skógarins verði aðkoma slökkviliðs að honum tryggð.

c) Beiðni um umsögn.

Bréf frá sýslumanni þar sem óskað er umsagnar á erindi Bjarnveigar ehf. vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir gististað í flokki II í sumarhúsinu Brekkuseli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

d) Borgabraut 35.

Borist hefur munnleg fyrirspurn frá eiganda hússins að Borgabraut 35 sem óskar eftir að skráningu hússins verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.

Þar sem húsið uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsa er ekki hægt að verða við ósk húseiganda um breytta skráningu.

e) Útihús við Víðidalsá

Lögð fram breytt tillaga að lóð fyrir útihúsin við Víðidalsá.

Framlögð tillaga samþykkt.

Jón Gísli Jónsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Elfa Björk Bragadóttir

Hafdís Sturlaugsdóttir

Dagrún Magnúsdóttir

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón