A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 14. maí 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 14. maí 2012, kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Stefán Jónsson, Valgeir Örn Kristjánsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Deiliskipulag.
Fjallað um gerð deiliskipulags fyrir íbúðabyggð, frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði. Ákveðið hvaða svæði á að deiliskipuleggja og í hvaða röð þau verða unnin. 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að samhliða deiliskipulagsvinnu við Brandskjól eigi að vinna deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingar af Höfðahverfinu þar sem tekið yrði mið að breyttri nýtingu lóðanna við Miðtún 9, Miðtún 15-17 og leikvallar-lóðin tekin undir íbúðabyggð. 


Deiliskipulag verði unnið fyrir reit V2, við Galdrasafnið

Aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulag verði unnið fyrir viðbótarlóðir fyrir íbúðarhúsnæði innst á Kópnesbrautinni.

Deiliskipulag verði unnið fyrir frístundabyggð á reit F2, ofan þjóðvegar í Skeljavík.

Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag verði unnið fyrir frístundabúskap að Víðidalsá.


2. Önnur mál

a) Kópnesbraut 7.
Erindi frá Aðalbjörgu Guðmundsdóttir og Valgeiri Kristjánssyni þar sem óskað er eftir heimild til að reisa gróðurhús á lóðinni við Kópnesbraut 7. Gróðurhúsið er 4,5 x 9,5 metrar að stærð, 2 metrar á hæð og reist úr ¾" rörum og gróðurhúsaplasti strengdu yfir.

Valgeir Kristjánsson víkur af fundi undir afgreiðslu erindisins.

Erindið samþykkt enda uppfylli gróðurskýlið ákvæði reglugerða um fjarlægð frá öðrum mannvirkjum og valdi nágrönnum ekki ónæði vegna hávaða og hættu á foki.

b) Sævangur.
Umsókn frá Ester Sigfúsdóttir fyrir hönd Sauðfjárseturs á Ströndum um leyfi til að fjarlægja reykháf og þaktúðu af félagsheimilinu Sævangi. Fram kemur í umsókninni að áætlað er að skipta um þakjárn á húsinu.

Erindið samþykkt. Nefndin telur hins vegar æskilegt að hugað verði að, í samráði við slökkviliðsstjóra, reykræstingu úr húsinu eftir að loftræstitúða hefur verið fjarlægð.


c) Þingsályktunartillaga varðandi lagningu raflína í jörð.
Rætt um erindi frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við þingsályktunartillöguna.

Erindið kynnt.


d) Lóð við sumarhúsið Brekkusel.
Erindi Sævars Benediktssonar og Elísabetar Pálsdóttur um stækkun lóðar við sumarhúsið Brekkusel sem var fyrst tekið fyrir í Byggingar- umferðar- og skipulagsnefnd 3. febrúar 2011, liggur enn óafgreitt hjá sveitarstjórn. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að sveitarstjórn þurfi að afgreiða erindið eða vísa því aftur til nefndarinnar.

 


Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Einar Indriðason

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón