A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 14. júní 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 14. júní 2012, kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Elfa Björk Bragadóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Umsögn vegna rekstraleyfis.
Borist hefur beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík um umsögn vegna útgáfu á rekstraleyfi fyrir veitingasölu í Félagsheimilinu að Sævangi.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstraleyfis.

2. Sumarhúsalóð í Skeljavík.
Friðjón Sigurðsson hefur fyrir hönd Sigurðar H. Guðjónssonar óskað eftir breytingu á staðsetningu byggingarreits á sumarhúslóð nr. 5 í Skeljavík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd getur fallist á staðsetningu hússins samkvæmt tillögu B þar sem húsið er þá staðsett innan upphaflegrar lóðar.


3. Ytri-Ós.
Umsókn frá Drífu Hrólfsdóttir Ytra-Ósi þar sem hún sækir um leyfi til að rífa gömul fjárhús á jörðinni og byggja í staðinn ný hús samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindið samþykkt enda standist byggingin ákvæði um brunavarnir.


4. Vinna við aðal- og deiliskipulag.
Tekið fyrir minnisblað frá Landmótun ehf. vegna vinnu við breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulag.

Gengið frá svörum til Landmótunar.


5. Önnur mál

a) Skeiði 1a.
Erindi frá Ingvari Stefánssyni þar sem hann fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf. óskar eftir umsögn umfyrirhugaða sjálfsafgreiðslustöð ÓB við Skeiði 1a Hólmavík samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Umhverfis- skipulagsnefnd fellst á framkomnar hugmyndir og felur byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra að afgreiða erindið þegar fullnaðar teikningar hafa borist.

b) Brunngata 1.
Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttir þar sem sótt er um leyfi til að stækka anddyri, reisa sólpall og svalir og setja svalarhurð sem neyðarútgang á íbúðarhúsinu við Brunngötu 1.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla frekar gagna og afgreiða erindið.

 


Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Ingibjörg Emilsdóttir
Elfa Björk Bragadóttir
Dagrún Magnúsdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón