A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 13. ágúst 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 13. ágúst kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Stefán Jónsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Breiðablik í Hraundal
Erindi frá Snævari Guðmundssyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur þar sem þau sækja um leyfi til stofnunar nýrrar lóða, Breiðabliks í Hraundal, út úr landi Melgraseyrar.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Breiðabliks en felur byggingarfulltrúa að leita samþykkis eiganda aðliggjandi jarða á mörkum þeirra.


2. Vitabraut 5
Erindi frá Júlíusi Jónssyni vegna byggingar sólpalls og skjólgirðingar við íbúðarhúsið Vitabraut 5.
Erindið samþykkt.


3. Sumarhús í Skeljavík
Umsókn frá Árna M. Björnssynu þar sem sótt er um heimild til að reisa sumarhús á lóð nr. 7 í Skeljavík samkvæmt teikningum frá teiknistofunni Kvarða ehf.
Erindið samþykkt.


4. Deiliskipulagstillögur
Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi frá Landmótun ehf. af eftirtöldum lóðum og svæðum:

a) Miðtún 9
Nefndin leggur til að unnið verði áfram með tillögu 1 og hún send í grenndarkynningu.

b) Lækjartún 9
Nefndin leggur til að tillagan verði útfærð þannig að sett verði fram ákveðin kótahæð á mæni en frjálst verði hvort húsið verði á einni hæð eða einni og hálfri hæð. Athugað verði hvort setja þarf lóðina í grenndarkynningu.

c) Höfðatún 1-3
Tillagan samþykkt og ákveðið að setja hana í grenndarkynningu.

d) Brunngata 7
Afgreiðslu frestað, ákveðið að vinna áfram með tillöguna.

e) Kópnesbraut
Afgreiðslu frestað.


5. Fiskistofa, ósk um umsögn
Erindi frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Strandabyggðar á umsókn Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. um rekstrarleyfi til fiskeldis í Skötufirði, Mjóafirði, undan Bæjarhlíð og tveimur öðrum staðsetningum í Ísafjarðardjúpi á þorski þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan við 200 tonn á ári á hverjum fyrrnefndum stað.
Hafdís Sturlaugsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.


6) Önnur mál
a) Kópnesbraut 13
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að rífa húsið við Kópnesbraut 13 sem fyrst og gefur til þess leyfi sitt.


Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Ingibjörg Emilsdóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón