A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 10. desember 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 10. desember 2012, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Dagrún Magnúsdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Stefán Jónsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi og ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Vegagerðin
Erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er upplýsinga um skráningu á skipulagi og framkvæmdaleyfum á námum Vegagerðarinnar.

Byggingarfulltrúa falið að svara erindi Vegagerðarinnar.


2. Háafell ehf. Nauteyri
Erindi frá Einari Val Kristjánssyni þar sem hann fyrir hönd Háafells ehf. Nauteyri óskar eftir heimild til að setja timburskúr yfir inntaksþró vatnsveitunnar sem tilheyrir fiskeldisstöð fyrirtækisins. Framkvæmdir við inntaksþróna hófust fyrir um 10 árum síðan en var á þeim tíma aldrei lokið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita Háafelli ehf. heimild til að ljúka framkvæmdum við timburskúr yfir inntaksþróna. Jafnframt beinir nefndin því til sveitarstjórnar að yfirfara samninga um nýtingu vatns úr ánni þar sem nýtingin er sameiginleg með Hafnardal.


3. Skipulagslýsing vegna Kópnesbrautar
Farið yfir tillögu að skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna íbúðarsvæðis við Kópnesbraut, lýsingin er unnin af Landmótun ehf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að lýsing á aðalskipulags-breytingu verði sendi Skipulagsstofnun til umsagnar. Lýsingin verði einnig send til umsagnaraðila.


4. Önnur mál
a) Laugaból, Ísafirði
Lagt fram til kynningar erindi Húsafriðunarnefndar til eiganda Laugarbóls í Ísafirði varðandi endurbætur á hjalli.


Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Dagrún Magnúsdóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón