A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 7. október 2013

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

7. október  2013,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Elfa Björk Bragadóttir, Lýður Jónsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1 - Höfðagata 5.

Kynntar nýjar aðalteikningar, sem lagðar hafa verið fram, af íbúðarhúsi sem byggt verður á lóðinni að Höfðagötu 5.

Byggingarfulltrúa falið að ganga frá byggingarleyfi eftir að lóðarsamningur hefur verið undirritaður. 

 

2 - Handverkshús.

Erindi frá Ásdísi Jónsdóttir þar sem hún, fyrir hönd Handverksfélagsins Strandakúnstar, sækir um framlengt stöðuleyfi til eins árs, fyrir handverkshús sem stendur við Höfðagötu.

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Erindið samþykkt enda verði gengið þannig frá húsinu að ekki stafi af því fokhætta.

 

3 - Sumarhúsalóð í Skeljavík.

Lögð fram tillaga byggingarfulltrú um breytta legu sumarhúsalóðar nr. 6 í Skeljavík. Fyrirliggjandi eru svarbréf frá lóðarhöfum lóða nr. 5 og 7 varðandi grenndarkynningu vegna breytingarinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að byggingarreiturinn færist fjær lóð 7.

 

4 - Kálfanes 2.

Lögð fram umsókn frá Hlyn Andressyni þar sem hann sækir um leyfi til að reisa sumarhús á lóð 2 á jörðinni Kálanes 2.

Erindið samþykkt.

 

5 - Önnur mál

Engin.

  

Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Elfa Björk Bragadóttir
Lýður Jónsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón