A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 30. maí 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

30. maí  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir,  Ingimundur Jóhannsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 1. Borgabraut 27
  Erindi frá Þorgeiri Pálssyni og Hrafnhildi Skúladóttir þar sem þau fyrir hönd eiganda Borga-brautar 27,  óska eftir að fá samþykkta stækkun á lóð við Borgabraut 27, sem nemur 15 metrum frá núverandi efri lóðamörkum, upp að Borgunum.  Tilgangur eigenda er að rækta landið, gróðursetja þar plöntur eins og; víðistegundir, grenitré og runna. Einnig að  slá og hirða flötina betur, þannig að meiri og fallegri samfella myndist í framhaldi af núverandi lóð.

  Afgreiðslu erindisins frestað þar til lokið er við að mæla upp allar lóðir við Borgabraut. 

 2. Brekkusel
  Erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann óskar eftir að sumarhúsalóðin Brekkusel verði gerð að frístundalóð svo möguleiki sé að byggja meira á lóðinni.

  Jóhann Björn Arngrímsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
  Umhvefis- og skipulagsnefnd fellst ekki á erindið þar sem enginn munur er á skilgreiningu sumarhúsalóða og frístundalóða hvað varðar fjölda bygginga á óskipulögðum svæðum. Sjá nánar fyrri afgreiðslu nefndarinnar 16. október 2014

 3. Strandakúnst
  Ásdís Jónsdóttir, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir hús Handverkshópsins Strandakúnstar við Höfðagötu á Hólmavík, á sama stað og húsið hefur staðið sl. ár.

  Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
  Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

 4. Deiliskipulag Nauteyri
  Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri er liðinn.  Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

  Hafdís Sturlaugsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu erindisins.
  Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri, dagsett í febrúar 2016, verði samþykkt.

 5. Önnur mál

  a) Höfðagata 1
  Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististaðinn Steinhúsið 1911 að Höfðagötu 1.  Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II.

  Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

  b) Borgabraut 13
  Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað að Borgabraut 13.  Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II.

  Afgreiðslu frestað.

  c) Víkurtún 12
  Erindi frá Bryndísi Sigurðardóttir og Ingvari Péturssyni þar sem þau óska eftir leyfi til að breyta gluggapóstum á húsinu við Víkurtún 12.

  Erindið samþykkt.

  d) Umhverfis- og hreinsunardagur
  Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hið fyrsta verði haldinn sérstakur umhverfis- og hreinsunardagur í sveitarfélaginu. 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson
Ingimundur Jóhannsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón